Andvari - 01.01.1927, Side 80
78
Fiskirannsóknir
Andvari
líka gilda um íslenzka síld. Annars má taka fram, að
m j ö g nákvæm er vogin ekki, en sýnir þó svipaða út-
komu og verður við efnarannsókn.
Eg fékk mér þessa vog skömmu eftir að hún var
komin á markað, og hefi síðan 1905 öðru hvoru mælt
fitu í síld, bæði í Reykjavík, á Isafirði og fyrir Norður-
[andi. Mest hefi eg mælt vorsíld og sumarsíld í Reykja-
vík, stundum fyrir menn, sem hafa viljað vita um fitu-
magnið eða gefið þeim upplýsingar um útkomu af mæl-
ingum mínum, eins og eg hefi líka gert það með fáum
orðum í fiskabók minni. — Þykir mér nú mál til komið,
að birta þessar mælingar mínar í heild, svo að almenn-
ingi gefist kostur á að kynnast þeim.
Eg skýri nú frá útkomunni af þessum mælingum, í
þeirri röð, sem eg hefi gert þær og sýni þær í töflu-
formi, því það gefur bezt yfirlit, ásamt upplýsingum um
veiðistað og tíma, stærð síldarinnar o. fl. En af því að
eigi hefir verið auðið að vita með vissu í hvert skifti,
hvort sumargotsíldin hefir verið gjótandi eða ekki, sleppi
eg því, að draga hin áður umgetnu 3°/o frá fitumagni
hennar eftir voginni og um vorgotsíldina kemur það
ekki til greina, því að hún hefir aldrei verið veidd fyrri
en nokkuru eftir að hrygning hefir verið um garð
gengin. Taflan er á bls. 79—80.
Eg vil taka það fram, að rannsóknir þessar eru frem-
ur slitróttar og mest gerðar á síld frá SV-ströndinni,
en . þó að þær séu ekki samfeldari en þetta, gefa þær
þó töluverðar upplýsingar um þetta málefni og má af
þeim draga nokkarar merkilegar ályktanir:
1) að síldin, sem veiðist hér við land er æði misfeit;
fitan getur verið frá 0—27°/o, þegar innýflafitan er ekki
talin með; en þegar hún er á hæsta stigi, eins og í
vorgotsíldinni fyrir norðan land, í ágúst og spiksíldinni