Andvari - 01.01.1927, Síða 83
Andvari
Fiskirannsóknir
81
3) að fitan fer mjög eftir því, hvort um vor- eða
sumargotsíld er að ræða. Vorgotsíldin hefir lokið hrygn-
ingu í maíbyrjun og er þá afar mögur, fitan 0—5°/o, en
hún fitnar smámsaman eftir því, sem líður á sumarið,
en misfljótt eftir því, hvort hún fær velfitandi fæðu
(rauðátu) eða ekki. Um miðjan júlí er fitan tiðast orðin
15—20°/o við Norðurland (0; síldin orðin vel saltandi).
Sumargotsíldin, sem mest ber á við S- og S-V.-strönd-
ina, á vorin og fram til gottíma (júlí—ágúst), er þá feit-
ari en hin, 5—15°/o (hefir jafnvel fengist með 19°/o fitu,
innýflin meðtalin) og jafnvel saltandi, þegar hún er fitu-
mest, en eftir því, sem hún lýkur sér af með hrygning-
una, fer hún að fá lystina aftur og fitnar þá (í ág. og
sept.) svo mikið, að hún getur náð vorgotsíldinni að
fitu, og það við allar strendur landsins. Blandar hin ný-
gotna síld sér saman við hina (vorgotsíldina, sem »blóð-
síld« síðari hluta júlí og í ágúst) og má þekkja hana úr
á því, að hún er þá miklu magrari og með saman-
skroppin, rauð svil og hrogn; en því miður hefi eg haft
fátt af henni til rannsóknar, nema frá SV-ströndinni.
Hinar fáu mælingar sem hér eru greindar á fitu í
vorgotsíld við SV-ströndina, síðari hluta sumars, sýna
fitu, sem gefur ekki eftir því, sem vanalegt er í sams-
konar síld við N-land um sama leyti, og hið sama get
eg sagt um spiksíldina (óþroskaða síld), þó að hér séu
fáar mælingar til að sýna. Sumargotsíldin mun eflaust
ná líkri fitu á þessum slóðum og fyrir norðan, þegar
nógu langt er liðið frá hrygningu, 3: í september. Eg
tek þetta fram hér, vegna þess, að alment er litið svo
á, að síld við S- og SV-ströndina sé ávalt miklu megri og
því lélegri vara, en við aðrar strendur Iandsins, en þetta
á aðallega við um síldina, sem veiðist á vorin og fram
í ágústbyrjun, en úr því má fara að fá góða síld til
6