Andvari - 01.01.1927, Side 88
86
Fiskirannsólmir
Andvari
og má við samanburð á slærðinni í flokkunum nokkuð
sjá, hvað hann stækkar eftir því sem líður á árið, t. d.
í Hafnarfirði í júní 1924 og í febr. 1909, eða í "Faxa-
flóa í ág. 1909 og í R-vík í febr. 1904.
í júlílok er ufsinn á 1. ári (0. fl.) orðinn 4—5 mán-
aða gamall og farinn að lifa við strendurnar sem botn-
fiskur (»varaseiði« á Suðurlandi). Taflan sýnir, að á
þessum aldri er hann yfirleitt 4—8 cm langur; ári síð-
ar, eða veturgamall (I. fl.) er hann 14—22 cm, en af
tvævetrum fiski (II. fl.) er svo fátt á þessum tíma, og
oft aðeins hið smæsta, að enga ályktun er auðið að
draga; aftur á móti er stærð þessa flokks í byrjun júní
30—40 cm í Vestm. og 25—32 í Seyðisfirði og kemur
munurinn á vexti í hlýjum og köldum sjó þar skýrast
fram. Um stærðarmuninn á þessum þrem aldursflokkum
um háveturinn í Faxaflóa, er þeir fara að fylla 1., 2. og 3.
árið, sýnir síðasti dálkur töflunnar glögt yfirlit. Þrevetra
fiskinn verður sjaldan vart við inni við strendurnar;
hann er orðinn stopull þar; þó var mikið af honum í
sumar er leið, alveg óblönduðum yngra fiski, við bryggj-
urnar á Norðfirði í ágústbyrjun. Stærðin var 30—42
cm og meðalstærð 36,5 cm. Annars er hann þá sem
miðlungsufsi, farinn að blanda sér saman við eldra fisk-
inn úti á djúpmiðum (sbr. síðar). — Fæða smáufsans
við strendurnar er allskonar smádýr og fiskslóg, þar
sem það er að fá og er hann oft troðinn af því.
b. Af miðlungs- og stórufsa hefi eg því miður
eigi getað safnað rannsóknargögnum nema á fáum stöð-
um, svo að nokkuru nemi, aðallega við SA- og NV-
ströndina, en lítið við S- og SV- og ekkert við N-
og NA-ströndina, en það mun síður koma að sök, af
því að stærri ufsinn er aðeins sumargestur og hann