Andvari - 01.01.1927, Síða 93
Andvari
Fiskirannsólmir
91
um »svíkist um« að gera vetrarlínur í hreistrið þessi árin,
þá getur það ekki verið annað en það, að hann haldi
sig stundum í flokkum, þar sem einstaklingarnir eru flestir
nokkurn veginn jafnstórir, hvað sem aldrinum líður, t. d.
þar sem stór síld er á boðstólum (eins og var úti
fyrir Djúpmynninu), svo stór, að það sé engum »smæl-
ingjum« hent að gleypa hana. Einstaka fiskar svona
óvenju-stórir, eftir aldri, voru líka á Hala, og það gæti
verið, að þessir »stórlaxar« tækju sig út úr fjöldanum
og frá smærri jafnöldrum, þegar ástæða væri til. —
Það má benda á í þessu sambandi, að þorskur og ufsi
leita frá landi á djúpið, þegar þeir hafa náð ákveðinni
stærð, þó að aldurinn sé misjafn, og að ufsinn er lang-
mestur uppsjávarfiskur af hinum stærri þorskfiskum
vorum, og gæti þessi óreglulegi vöxtur legið eitthvað í
því; en út í þetta skal ekki farið frekara, meðan rann-
sóknirnar eru ekki komnar lengra á leið.
Þyngdin á ufsa á öllum aldri er gefin til kynna í 3.
yfirliti (þó vantar gögn fyrir 4. og 5. árganginn og
helzt til fátt af 3., 6. og 7.). Fiskur yfir 8 vetra er mjög
jafn-þungur, en þyngdin fer annars mjög eftir holdafari
og lifrarmagni, sem og eftir því, hvort maginn er troð-
inn af fæðu eða tómur. En meðalþyngd á stór- og
miðlungsufsa hér er talin 7500 g (7,5 kg, 15 pd, eða
80 í skpd) og kemur það all-vel heim við þessar tölur.
B. Loðna (Mallotus villosus).
Enda þótt loðnan sé ekki veidd hér til matar handa
mönnum og lítið til skepnufóðurs, þá er hún þó óbein-
línis einn af vorum mestu nytsemdarfiskum, sem fæða
í miklum mæli fyrir verðmætan fisk. Undanfarin ár hefi
eg reynt að komast eftir aldri hennar og vexti, og þegar
birt aðal-útkomuna í fiskabók minni, en annarsstaðar