Andvari - 01.01.1927, Page 100
98
Fiskirannsóknir
Andvari
hann látið þá skoðun í ljósi (í Andv. 49. árg., bls. 201 —
211), »að veiðitímabil í vötnum eigi sennilega rót sína
að rekja til sjálfgerðar verndar á riðastöðvunum, vegna
veðráttu um riðatímann einstaka ár« (í þetta skifti harð-
indanna haustið 1917), gegn of mikilli riðaveiði, sem
hann vil telja aðalorsökina til hnignunar í veiði, en geti
eigi verið klakinu að þakka, nema að litlu leyti, til þess
sé það eigi rekið í nógu stórum stýl.
Það er auðvitað hægt að efast um gagnsemina að
svona löguðu klaki, þegar ekki er auðið með merking-
um á hinum klöktu seiðum, að sýna, hver uppruni sé
þess fisks, sem veiddur er í það og það skiftið, og eng-
inn veit, hve mikið klekst á náttúrlegan hátt. En furða
væri það, ef ekki eitthvað af þeim sílum, sem slept hefir
verið síðustu 2 áratugi og einkum síðasta áratug í Mývatn,
ekki stærra en það er, hefði orðið að nýtilegum fiski
og orðið til þess að auka veiðina. Það hefir þó verið
slept einu seiði, eða öllu heldur tveimur og vel það,
síðustu árin, í vatnið, fyrir hvern þann fisk, sem veiddur
hefir verið, og eg verð fyrir mitt leyti að gera ráð fyrir
að töluvert af þeim fjölda hafi náð að verða að ætum
og jafnvel æxlunarfærum fiski, en til þess þarf bleikjan
varla að lifa lengur en 3—4 vetur, ef ætla má, að svip-
að sé um vöxt Mývatns-bleikjunnar yfirleitt og hinna
fáu fiska úr vatninu, sem aldur hefir verið lesinn á. Og
hafi eitthvað af honum orðið eldra, er ekki ólíklegt, að
hann hafi líka getað látið afkomendur eftir sig, áður en
hann lét lífið fyrir veiðibrellum Mývetninga.
Það má vel vera, að hin mikla veiði í Mývatni árið
1918 og síðan, sé meðfram að þakka friðun á riðstöðv-
unum, vegna harðindanna haustið 1917, eins og haustið
1884 kvað hafa verið hart nyrðra, en góð veiði í Mý-
vatni næstu árin á eftir. En að þetta sé ekki föst regla,