Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 105
Andvari
Norsk vísindastofnun
103
Nóbelsstofnuninni. En í Danmörku var stofnaður Rask-
Örsteds-sjóðurinn, og lagði ríkissjóður fimm miljónir
króna til hans. Og í Noregi var stofnaður rannsókna-
sjóður ríkisins (Statens forskningsfond) með þriggja mil-
jóna króna höfuðstól úr ríkissjóði. Um leið var kveðið
svo á, að þriðjungi vaxtanna af þessari upphæð skyldi
varið til þess að koma á fót og reka vísindastofnun þá,
er nefnd hefur verið »Instituttet for sammenlignende
kulturforskning«. Kristianíu-bær lagði síðan til stofnun-
arinnar eina miljón króna og af ágóðanum af happ-
drætti ríkisins (pengelotteriet) hlotnaðist henni 250,000
krónur.
Stofnun þessari hefur, eins og nafnið bendir til, verið
sett það mark að taka sjálfa menninguna til rannsóknar
og gera þar samanburð á menningu ýmissa tíma,
þroskastiga og þjóða. En það svið er svo geysivítt, að
nauðsyn bar til að afmarka þar nokkura reiti til þess
að byrja með. Hafa þessi efni verið tilnefnd: 1) menn-
ing hinna norrænu heimskautaþjóða, einkanlega Lappa;
2) tungur í Kákasus og Iran; 3) þjóðsagnir og
þjóðtrú.
Starfsemi stofnunarinnar hefur enn að mestu farið
fram með tvennum hætti, fyrirlestrum og bókaútgáfu.
Auk þess hefur hún veitt einstaka styrki til rannsóknar-
ferða. En svo er til ætlazt, að með tímanum komist
fastara snið á stofnunina, svo að þar geti starfað úr-
valsmenn, er helgi vísindunum alla krafta sína. Það er
hvorttveggja, að háskólar hafa ekki kennarastóla fyrir
allar vísindagreinir, og verða þá helzt þær nýjustu út
undan, enda eru þeir fyrst og fremst kennslustofnanir,
svo að tími kennaranna til rannsókna og ritstarfa verð-
ur ódrýgri en skyldi. Má því búast við, að framtíðin
muni stofna nokkurs konar vísindaklaustur, þar sem