Andvari - 01.01.1927, Page 112
110
Norsk vísindastofnun
Andvari
skipa í menntalífi Norðmanna og alþjóða vísindastarf-
semi. En fyrstu sporin virðast gæfusamleg og stórhugur
sá og örlæti, sem lýsir sér í slíku fyrirtæki, er þjóðinni
tii ærins sóma. A síðustu hundrað árum hefur aftur mátt
sjá hin „breiðu segl“ Norðmanna hilla upp í kappsigl-
ingu þjóðanna. Þeir hafa viljað eiga afreksmenn, þorað
að efla þá til höfðingja og ætlazt til þess, að þeir léti
ekki hlut sinn, þótt við stórþjóðamenn væri að keppa.
Mest af viðgangi Noregs er runnið af þessu hugarfari.
Og hér er enn norskum vísindamönnum gefinn kostur á
kynningu og mannjöfnuði við erlenda starfsbræður sína
og ýtt undir þá að semja rit, er þýdd sé á erlendar
tungur og gild á alþjóða mælikvarða. Við fregnina um
slíkt fyrirtæki mætti margar hugsanir vakna hjá þeim,
sem annt er um framtíð íslenzkra mennta og vísinda.
Mörgum virðist vera það fullljóst, hver nauðsyn utan-
farir eru jafnt yngri sem eldri menntamönnum. En þær
eru ekki eina úrræðið til þess að efla andlegt samband
vort við önnur lönd. Vér erum að reyna að koma upp
höfuðstað með þjóðlegu menntalífi. En sá höfuðstaður
verður þó aldrei í heild sinni, fremur en landið, dreginn
»yfir 300 mílna sjó út í Danmörk«. Vér þurfum líka að
geta boðið erlendum afbragðsmönnum heim, þótt ekki
verði í jafnstórum stíl og Norðmenn gera. Það er eng-
inn efi á, að Reykvíkingar munu færa sér fræðslu
þeirra vel í nyt. Og það má treysta því, að þeir menn
myndi flestir kynnast hér svo vel, að vér ættum þar
hauka í horni síðar meir.
Sigurður Nordal.