Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 118
116
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
Andvari
háf á Heimalandinu, á haustin og fram eftir vetri.
Gömlu mönnunum þótti ekki búhnykkur að því og
töldu, að það mundi fækka fýlnum, eins og raunin og
hefir orðið á. Fýlsegg voru aldrei tekin nema þar sem
fýllinn vildi brenna sunnan í, á móti sólu, svo sem í
Fiskhellanefinu og á örfáum stöðum öðrum.
Jasi, -a, -ar, kk., gamall fýll, eldri en sumargamall,
stundum var sagt gamall jasi.
Gerður fýll, algerður, velgerður, hálfgerður, illa gerður;
hjer um það sama og sagt hefir verið að framan um
súluna. I þurviðri og stormum gerðist fýllinn betur en í
dimmviðri og súldi.
Flugfýll, ungur fýlungi, er hann flýgur úr hreiðrinu. Má
þá þekkja hann á fluginu, er hann skjögrar og ber sig
ærið viðvaningslega. Þegar hann þreytist á fluginu, deitur
hann niður þar sem hann er kominn, nema hann hafi
svelt sig lengi í hreiðrinu áður en hann lagði til flugs.
Getur hann ekki hafið sig aftur upp, ef hann dettur
niður á landi, svo vel sem honum er í skinn komið, því
að ekkert hafa foreldrarnir til sparað, að hann verði ekki
mjög mösulbeina. Er hann tekinn og drepinn þar sem
hann hittist. Voru það einkum drengir og unglingar, sem
tóku sjer það sem sjerrjettindi að elta flugfýlana uppi og
hirða þá. Voru þeir á sífeldu vakki og hlaupum út um
Heimalandið um fýlatímann eyktanna á milli, og kom
þá margur eyjadrengurinn þreyttur heim að kveldi, eftir
þindarlaus hlaupin eftir fýlnum, en þeir, sem voru mestir
hlaupagarparnir, náðu flestum, og reyndi það ærið á
þolrifin, og ekki voru drengirnir lengi að þekkja flug-
fýlinn frá gamla fýlnum á fluginu, og var þá strax tekið
íil fótanna. Oftast flaug fuglinn beint áfram, smálækk-
andi, unz hann datt niður eða settist, en stundum gerði
hann þó þann óleik, að hann sneri við á fluginu og