Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 122
120
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
Andvari'
Fýlaferðir, flt., kvk., tímabilið, sem fýlungaveiðarnar
stóðu yfir. Þær byrjuðu með skerdeginum, deginum, sem
farið var í Almenningsskerið, var það laugardagurinn í
17. viku sumars, og stóðu þær venjulega yfir rúman
hálfan mánuð. I daglegu tali var ósjaldan miðað við
fýlaferðirnar, og við þær miðaði gamalt fólk oft fæð-
ingardag sinn. Keppzt var við, að vera búið að hirða
af túnunum áður en fýlaferðirnar byrjuðu, sem og var
einn mikli annatíminn. Hver bóndi ljet mann frá sjer
til hverrar ferðar þangað, sem hann átti fýlatekju, en
öllu fuglaplássinu er skift niður, eins og áður segir,
milli jarðanna, og 8 eða 16 jarðir í hverri sameign.
Stundum hömluðu veður, að aðsóttar yrðu úteyjar, og
var þá oft mikið flogið af fýlnum, þegar komizt varð,
en sjaldan kom þetta fyrir, því að harðsókn var og
beitt. Allt af var mönnum illa við að fara í votviðri,
sökum þess, hve sleipt var þá utan í.
Aðsækja. Þeir eru að aðsækja, það er, þeir eru á
fýlunga- eða súlnaveiðum. Illa að sótt, þegar mikið hefir
verið skilið eftir af fugli. Oft hikuðu menn ekki við að
leggja á sig hættuleg sig fyrir fáa fugla, þegar verið
var að aðsækja. Tilhögun með veiðiskapinn var æfinlega
hin sama, byrjað á sama staðnum og endað í sama stað,
ár frá ári.
Kalla til fýla, kveðja menn til farar til fýlungaveiða,
sjá áður um súluna.
Göngumaður, maður, sem fer utan í, klifrar eða fer
á bandi til að ná fýlnum. Eigi gengu aðrir, sem kallað
var, en þeir, sem voru fjallamenn.
Gönguhlutur, -ar, -ir, kk., aukahlutur eða sjerstakur
hlutur, er þeir fengu, sem fóru utan í.
Ganga, göngu, -ur, kvk., förin upp á björgin og utan
í til að aðsækja. Sagt var að eiga gönguna, þegar menn