Andvari - 01.01.1927, Síða 125
•Andvari
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
123
er farinn að vaxa, þ<3 tekst hrafninum stundum að kom-
ast í bygsðina og ná sjer í egg, einkum þar sem fýll-
inn hefir hreiður á strjálingi og hefir flogið af egginu.
Vont þótti, er fýlaspýja komst í ullina á fje, og þótti
það valda torhöfnum á fjenu.
Fýlabræla og -brýla -u, eint., kvh., fýlaspýja, sem hefir
komist í fiðrið á fýlnum, eða í föt, svo dauninn leggur af.
Fý/abuxur, flt., kvk., sjerstakar buxur, oft gamlar upp-
gjafa prjónanærbrækur, bættar þykkum bótum um hnje
og að aftan, er göngumennirnir voru í, er þeir fóru til
■fýla. Venjulega vora menn að eins í einum buxum, til
þess að vera sem ljettbúnastir.
Fýlasokkar, flt., kk., sokkar, er göngumennirnir vovu
í og girtu upp á buxurnar, voru þeir úr grófu togi.
Stundum var saumaður þykkur prjónaleppur neðan á
framleistinn, og þá höfðu menn ekki skó á fótunum,
annars höfðu menn allt af íslenzka skó, en hitt þótti
•varasamara, ef menn urðu að klifra mikið, því að sokk-
arnir voru ekki eins hálir.
Fýlabura, -u„ -ur, kvk., treyja eða bura, er menn
notuðu til fýla. Fýlafötin voru geymd sjer og ekki látin
koma nærri öðrum fatnaði.
Fý/afeiti, kvk., bræddur fýlamör og feiti, sem rann af
ýlnum, er hann var soðinn; var henni vandlega fleytt
ofan af og þótti bezta viðbit.
Fýlamör, feitin innan úr fýlnum, var hann bræddur
og notaður í bræðing, eða hann var látinn sjálfbráðna
og notaður á lýsislampa eða til uppkveikju. í vænum
fýl eru um 2—3 lóð af mör.
Fýlafeitarbræðingur, -s, kk., fýlafeiti og tólg brædd
saman, var fyrrum, og það fram yfir aldamót, aðalvið-
bitið hjá fólki í Vestmannaeyjum, bæði við brauði og
öðrum mat. Þótti góðum búmönnum, ekki hvað minnst