Vaka - 01.09.1929, Side 106
232
ÁGÚST H. BJARNASON:
[.vakaJ,
um sínum getur skifzt skeytum á við aðrar frumagliir
um millíónir mílna? Hvað er það, sem hefir framleitt
sólkerfin og gert alla vetrarbrautina að einni samrófa
heild? Hvað hefir valdið þvi, að ýmsar bergtegundir,
líf og gróður hafa getað þróazt hér á jörð vorri? Hvað
er það, sem gert hefir snjókornið að höfuðdjásni og
framleiðir frostrósirnar á gluggum vorum? Hvað er
það, sem gert hefir hina minnstu skel geisladýranna í
undirdjúpum hafsins að hinni mestu völundarsmið?
Hvað er það, sem leiðir jurtina úr fræinu og býr til
lifandi verur hverjar sinnar tegundar? Og hvað er það,
sem skapað hefir mannsheilann með öllum hans undra-
verðu sólargáfum? Hvað er það loks, sem heldur öllum
þessum dásemdum og dýrðlega samræmi við?
Við öllum þessum spurningum liggja tvenn og að-
eins tvenn svör.
Annað er svar efnishyggjunnar (materialismans), sem
er á þá leið, að það sé efniö og þau hin blindu öfl,
sem í því búa, sem framleitt hafi allt þetta. Það sé
náttúran sjálf og náttúruvalið, sem valdi því t. d. í
hinni lifandi náttúru, að aðeins það, sem lifir í sam-
ræmi við lífsskilyrðin, geti lifað og haldið velli, hitt allt
hljóti að farast og deyja; en af þessu leiði samræmið
í náttúrunni. Hér sé aðeins uin vélræn öfl að ræða, er
framleiði allt með fullkominni eðlisnauðsyn, en engan
vísvitandi tilgang. En hví varð þá ekki tilveran að tóm-
um glundroða, að — óskapnaði? —
Hitt er svar hughyggjunnar (idealismans), en það er
á þá leið, að eitthvert hugrænt afl eða orka búi í tilver-
unni og að það leiði smámsaman allar þessar dásemd-
ir í ljós. Það geri frumögnina að sólkerfi, snjókornið
að djásni og skel frumdýrsins að hinu fegursta víra-
virki. Það framleiði jurtina úr fræinu, manninn úr
egginu og geri allan himinsins her að einni órofa heild.
Það starfi að vísu eftir ákveðnum lögmálum, en á hinn
fegursta hátt í því sinæsta sem því stærsta; því verði