Vaka - 01.09.1929, Page 126

Vaka - 01.09.1929, Page 126
252 RITFREGNIR. [vaka] ur í þeirri trú, af því það er kunnugt, að Gunnar Gunnarsson þekkti og umgekkst þessa menn á yngri árum sínum í Kaupmannahöfn. Að þessu leyti fer allt i „Hugleiki Mjöksiglanda“ sem í sjálfsæfisögu, að því fráskildu, að allir þessir menn hirtast undir gerfi- nöfnum, þ. e. í búningi skáldsögunnar. Og einmitt hér virðist mér Gunnari Gunnarssyni fatast hvað mest i drott- inhollustu, hvort sem litið er á hann sem skáldsöguhöf- und eða æfisöguhöfund. Þessir menn eru dregnir inn í frásöguna með svo losaralegum tilviljunum, að þær riðla öllu samhengi, ef miðað er við skáldsögu, en eru hinsvegar í augum þeirra, er þekkja þykjast fyrir- myndirnar, allmikið lýttir í meðförum (,,karrikerede“). Virðist það stundum stafa af misskilningi og röngu mati á hæfileikum þeirra, er í hlut eiga, en stundum, og reyndar langoftast, til þess að gera „Blöð Ugga Greipssonar" skemmtileg aflestrar hinum útlendu les- endum. Og þeirri hugsun verður naumlega varizt, að sumsstaðar kenni persónulegs óvilja — og ergi. Það er ranghverfa litlu íslendinga-nýlendunnar i Höfn, sem lýst er, iðjuleysinu, drykkjuskapnum, sið- leysinu, fébrögðunum. Þetta er heimur Davids Jón- mundssonar, Stefáns Einarsveinssonar og hinna annara. En af hverju er rangliverfunni einmitt lýst og svo fáu öðru? Sennilega til þess að gera það ennþá glæsilegra i augum hinna útlendu lesenda, þegar hinn ungi rit- snillingur Uggi Greipsson hefðist upp úr þessu feni ves- aldóms og vansæmdar samlanda sinna. Islenzkum les- endum, sem verður það á, að skoða ritið sem æfisögu Gunnars, mun mörgum fara svo, að þeir hefðu heldur kosið, að Ugga hefði einhverntíma fatast í meðferð tíu króna seðils eins og hinum, en að hann hefði verið inn- sýnni og réttlátari í dómum sínum um samlanda sína, ekki sízt þá, er gengu hinn sama þyrnum stráða veg og hann sjálfur. Gunnar Gunnarsson má vera þess fullvís, að vér þekkjum Pétur Bergson „Natblodsmennesket“ ineð „det gruinme Anströg af keltisk Sadisme" eins og honum er lýst. Vér þekkjum hann vegna þess, meðal annars, að á íslandi er aðeins eitt stórskáld, sem hefir gert steininn og leirinn að tæki sínu. Vel má vera, að einhverjum finnist birtan yfir hugarfari hans og verk- um engu minni en yfir afrekum Ugga Greipssonar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.