Fréttablaðið - 21.11.2009, Síða 44

Fréttablaðið - 21.11.2009, Síða 44
2 matur MATUR OG MEGIN Unnur H. Jóhannsdóttir skrifar SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: VERSLUN SÆLKERANS matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Alma Guðmundsdóttir, Níels Rúnar Gíslason, Vera Einarsdóttir og Unnur H. Jóhannsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Í Mai Thai fæst allt milli himins og jarðar í austurlenska matar- gerð. „Við erum hér með gott úrval af kryddum, sósum og núðlum,“ segir eigandinn Linda Thieojanthuk, hress í bragði og bætir við að nammigrísir ættu einnig að finna eitt og annað við sitt hæfi. Hrískökur, þarastangir og -snakk og fleira gotterí nefnir hún til sögunnar. „Svo erum við með matreiðslubækur fyrir byrj- endur og lengra komna.“ Gjafa- vara frá framandi slóðum fæst einnig í versluninni. Allt til alls í borðhald: prjónar, skálar og diskar; einnig sængurfatnaður, myndir, bækur, postulín, styttur og fleira frá Afríku, Kína, Víet- nam og Taílandi. Mai Thai við Hlemm V eitingastaðurinn Brasilía var opnaður á Skólavörðustíg 14 í gær en þar er hægt að fá rétti sem allir eru að einhverju eða öllu leyti með brasilísku sniði. Staður- inn er í eigu Þrastar Ottóssonar og brasilísku systranna Silbene Dias Da Conceicao og Marciu Dias, en Silbene er kona Þrastar. Systurnar hafa sett saman matseðil með réttum víðs- vegar frá Brasilíu. „Má þar nefna feijoada sem má kalla þjóðarrétt Brasilíu, rabada og hamburger bagunca sem eru hamborgarar af ýmsum gerðum. Einnig er hægt að fá alls konar suðræna ávaxtadrykki og esfiha sem er vinsæll smáréttur i Brasilíu en að auki verður íslensk- ur fiskur matreiddur á brasilíska vegu,“ segir Þröstur, sem tekur að sér að segja frá staðnum. Þröstur kynntist Silbene fyrir þremur árum en það var fyrir ári sem hann fékk þá hugmynd að opna brasil- ískan veitingastað enda fannst honum vanta slíkan stað í matsölustaðaflóruna á Íslandi. En hvað er einkenn- andi fyrir brasilískan mat? „Maturinn er bragðmeiri samanborið við íslenskan mat. Hann er þó ekki endi- lega bragðsterkari þó það fari eftir svæðum. Þá er hrá- efnið oft látið liggja lengi í kryddlegi og krefst hann oft lengri eldamennsku en gengur og gerist. - ve Krydd í tilveruna Brasilía heitir nýr veitingastaður sem var opnaður á Skólavörðustíg í gær en hann er kærkomin viðbót við þá veitingastaði sem fyrir eru í Reykjavíkurborg. FYRIR TVO 2 kjúklingabringur 1 poki Rucola-salat 2 tómatar 1 dós maís 4 sveppir kóríander eftir smekk pestó Kjúklingurinn látinn liggja í kryddlegi að eigin vali í hálfan til einn sólarhring. Hann síðan steiktur í olíu á pönnu. Þegar kjúkling- urinn er orðinn steiktur í gegn er dálitlu vatn hellt út á og lok sett á pönnuna. Látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til kjúklingurinn er orðinn meir. Rucola- salat sett á disk. Niður- skornum sveppum, tómötum, maís, kórí- ander og pestóslettum dreift yfir. Kjúklinga- strimlum raðað ofan á. BRASILÍSKT KJÚKLINGASALAT (Salada de frango com rucola) fyrir 2 Íslendingar eru áreiðanlega ekki þeir einu sem eiga sér bæði orðtæki og málshætti yfir mat og drykk. Það sýnir hversu mikils virði maturinn er mannkyninu. Matur er mannsins megin er gamall og gegn íslenskur málsháttur en matur er oft kjarni góðrar gleði. Sögurnar sem hafa flogið yfir mat eru ófáar og sumar hefðu aldrei verið sagðar ef ekki væri fyrir matarboðið sem Sigga og Stína héldu eða Lárus og Lilla. Maturinn á að vera í öndvegi en það að sitja og borða kallar fram alls kyns tilfinningar, kitlandi hlátur, sykurhúðaða væmni, persónulegar harmsögur eða svakalegt stuð. Margur Íslendingurinn hefur líka ferðast með því að neyta rétta frá öðrum löndum: eins og til Indlands, Taílands, Kína, Víetnam, Bandaríkj- anna, Spánar, Ítalíu og annarra spennandi staða. Á móti eru sumir virki- lega pólitískir og fóru til dæmis aldrei á bandaríska skyndibitastaðinn McDonald’s meðan færi gafst, einfaldlega vegna þess að þeim líkaði ekki utanríkismálastefna Bandaríkjanna. En það verður að taka fram að þeir voru fáir. Ekki virðast utanríkismál Kína og annarra Asíulanda trufla landann, enda yfirleitt fullt út úr dyrum á þeim stöðum sem selja mat frá þessum heimshlutum. Ef taka ætti einn rétt umfram annan og veita fálka- orðuna yrði ítalska pítsan fyrir valinu, svo miklu ástfóstri hafa Íslendingar tekið við þessa böku. Silvio Berlusconi tæki að sjálfsögðu við fálkaorðunni fyrir hönd Ítalíu og yrði þá líka gaman að sjá upp á hverju hann tæki í myndatökunni með forseta Íslands. Þá umgangast ekki allir mat með sama hætti. Fólk virðist ganga sundur og saman hvað kílóin varðar. Hátt á vinsældalista nútímafólks skora til dæmis matarkúrar frá ýmsum heimsálfum, sem ganga jafnvel út á svelti eftir að hafa borðað yfir sig. Sumir hafa tekið kúra eins og Atkins-kúr- inn eða þann danska með trompi, mætt í viðtöl til að sýna og sagt frá árangrin- um en síðan fer engum sögum af því hvort lífsstíllinn hafi haldið eða við- komandi sprungið á kúrnum. Þá hafa sumir reynt kúra sem eru bráðfyndn- ir, eins og að borða eingöngu banana eða hrísgrjón í margar vikur. Einhver laug því til dæmis að hvítvínskúrinn væri mjög árangursríkur. Það er mjög trúlegt, enda lítur tilveran auðvitað allt öðruvísi út eftir eins og tvö glös af úrvals hvítvíni ... FRÉTTA B LA Ð IÐ /G VA Silbene og systir hennar Marcia sjá um að töfra fram brasilíska rétti en Þröstur Ottósson, eiginmaður Silbene, sér um reksturinn. Nammi namm! A Aðal-réttur Hollt Hvunndags/til hátíðabrigða Fugla- kjöt – fullt hús jólagjafa og enn betri fréttir Frábærar Til þeirra þúsunda Íslendinga sem nota Pro-Gastro8 við meltingarörðuleikum. 50% meira er af góðgerlum í hverju hylki sem þýðir að sumir þurfa bara að taka inn 1 hylki á dag. Pro-Gastro8 góðgerlanir vinna gegn erfiðri meltingu. Pro-gastro8 fæst í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐANNA!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.