Fréttablaðið - 21.11.2009, Side 67

Fréttablaðið - 21.11.2009, Side 67
Sítrónuerta Tómasar kitlar bragðlaukana og er svo lík sólinni á litinn! Tómas LeFrakkarnir skála í góðu rauðvíni enda mörgu að fagna. Stéphane ætlar að kynna Íslendingum desertvín, Tómas hefur leikið í fyrstu íslensku jólamyndinni og Dominique hefur í nógu að snúast með vínskólann sinn fram að jólum. Hellið rjómanum þá út í og bland- ið vel saman við rjómaostinn. Hitið aðeins aftur þangað til þykknar. Takið af hellunni. STEIKTIR SELLERÍRÓTARTEN- INGAR Skrælið vandlega sellerírótina og skerið hana í smáteninga. Steik- ið í blöndu af vel heitu smjöri og ólívuolíu þangað til teningarn- ir eru orðnir vel brúnir og mjúkir. Saltið og piprið. RJÓMALÖGUÐ SOÐSÓSA MEÐ KIRSUBERJUM Dominique vill helst búa til soð- sósu frá grunni og gerir það þegar hún kemst í fuglabein. En það má vel nota anda- og gæsasósu- grunninn frá Hafmeyjunni og fara eftir leiðbeiningum (annars bæta rjóma og einni msk. af rjómaosti í soðsósuna). Notið þrjár til fjórar msk. kirsuberjasósu (Den gamle Fabrik) og tvær msk. rétt áður en sósan er borin fram. Setjið eitt kirsuber og nokkra dropa af kirsu- berjasósu á diskinn til að skreyta. SÍTRÓNUTERTA TERTUBOTN 250 g hveiti 125 g smjör salt vatn Setjið hveiti, smjör, salt og vatn í skál og hnoðið. Setjið deigið í grunna skál og látið hluta af því ná út fyrir brúnina. Stingið í deigið með gaffli og bakið það í ofni við meðalhita eða þar til það hefur tekið þokkalegan lit. FYLLING 2 stk. egg 1 stk. eggjarauða 100 g sykur 50 g smjör rifinn sítrónubörkur safi úr tveimur úr sítrónum. Hrærið saman tveimur eggjum og eggjarauðu. Blandið hinu hráefn- inu saman við og hitið á vægum hita í potti þar til blandan hitnar. Athugið að hún má ekki sjóða. Hellið yfir tertubotninnn. Setjið botn í fimm mínútur í ofn við um það bil 210 gráðu hita. Undir þetta tekur Stéphane en hann á og rekur fyrirtækið Vín- ekruna. „Ég flyt inn frönsk vín sem hafa sterkan uppruna og með áherslu á lífrænt ræktuð vín. Í Frakklandi eru vín svo eðlilegur hluti af matarmenningunni og hér- lendis hefur það verið að breytast í þá átt að Íslendingar eru farnir að njóta meira léttvíns með mat. Vín ætti aldrei að vera án matar. Nú þegar styttist til jóla set ég áherslu á styrktu vínin eða desert- vín, Rivesaltes, Muscat de Rives- altes og fleira, sem henta bæði með forréttum og eftirréttum. Íslendingar eru mjög áhugasam- ir og það er ánægjulegt að kynna fyrir þeim ný vín og samsetning- ar.” Tómas Lemarquis, sem leikur í kvikmyndinni Desember, ætlar að eyða jólunum í París í Frakk- landi. „Ég skil jólin hérna eftir í fyrstu íslensku jólamyndinni þar sem ég leik aðra aðalpersónuna,“ segir hann og brosir. „Ég er mjög ánægður með þessa mynd og hún kemur fólki í jólaskap.“ Hann segir samt að myndin sé ekki eingöngu gamanmynd. „Þetta er fjölskyldu- mynd en hún fjallar líka um alvöru lífsins, djúpar tilfinningar en líka sæta tíma. Athygli blaðamanns beinist nú að kökunni sem Tómas heldur á. „Þetta er sítrónuterta, uppskriftin er búin að vera lengi í fjölskyldunni. Ég man bara eftir henni síðan ég var barn og hún er búin að vera í uppáhaldi síðan,“ segir hann brosandi. - uhj Girnileg gæsalifur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.