Vikan


Vikan - 07.12.1972, Page 24

Vikan - 07.12.1972, Page 24
MEÐ TWDURDUFL í VÖRPUNNI skipstjóri áleit að veiðiferðin yrði heldur i lengra lagi. Togarinn Fylkir var einn nýsköpunartogaranna, 677 lestir að stærð. Hann var smiðaður i Beverley i Bretlandi, einn af stærri skipunum sem sagt var, vegna þess að Fylkir og nokkur fleiri skip sem voru i smiðum um svipað leyti voru lengri en þeir togarar áður smiðað fyrir hafði áður smiðað fyrir Islendinga. Aðalsteinn Pálsson skipstjóri hafði haft forgöngu um kaup skipsins fyrir hlutafélagið Fylki og verið skipstjóri á þvi fyrstu árin. Þótt Fylkir þætti krankur er hann hóf veiðar, var fljótlega ráðin bót á þvi með meiri kjölfestu, og þetta varð strax mikið aflaskip. Aðalsteinn Pálsson lét af skipstjórn árið 1950 og þá tók Auðunn Auðunsson, annar kunnur afla- skipstjóri, við skipinu. Auðunn fiskaði ekki siður vel á Fylki en fyrirrennari' hans. Þeir voru með hæstu skipum eftir hvert úthald. Fljótlega eftir að Fylkir kom til landsins, komu i ljós gallar. Skipið þótti svagt um miðsiðuna og þegar keyrt var á móti i vondu veðri og miklum sjó, mynduðust sprungur á siðunum skammdekkið. Skipið var þá styrkt með stálplötum. Áriö 1952 settu Bretar löndunarbann á fisk úr islenzkum skipum i Bretlandi. Þetta var svar þeirra við útfærslu islenzku landhelginnar úr þrem i fjórar milur. Að sjálfsögðu hafði þetta nokkra erfiðleika i för með sér fyrir togaraflotann, þar sem sölur i isuðum fiski i erlendum höfnum voru drjúgur þáttur i afsetningu aflans. Um tima fóru þvi engir togarar i söluferðir til Togarinn Fylkir drekkhlaftinn. Englands, unz brezkur fjárafla- maður, George Dawson, efndi til fiskkaupa af íslendingum og siglingar með isfisk hófust á ný. Það var i einni slikri söluferð, að þeir á Fylki fengu vonzkuveður i hafi. Þegar kom i Pentlandsfjörð, þetta hlið inn i Norðursjóinn, var hann eins og stórfljót til að sjá. Straumur veður oft mjög striður i Pentlinum, og þegar stórviðri stendur á móti straumi, verður sjór þarna mjög krappur og hættulegur. Þar sem litill timi var til stefnu, áttu þeir Fylkismenn að ná til Grimsby á tilsettum tima. Akvað Auðunn skipstjóri að leggja i Pentilinn, enda þótt út- litið væri ekki sem bezt. Þetta var mikill darraðardans. Um tima var skipið á þrem bárum i pinu og öllum háum. Þeir fengu á sig ólag, sem braut miðjan vant i formastri og fundu nú að viðgerð, sem farið hafði fram til þess að styrkja skipið um miðsiðuna, var hveri nærri fullnægjandi. Skipið gaf sýnilega eftir þegar verst lét. En þeir náðu til hafnar i Grimsby á réttum tima og komust irin á flóðinu eins og fyrirhugað var. Nokkru siðar var framkyæmd viðgerð á Fylki. Byrðingur skipsins var styrktur verulega og siðar kom i Ijós, að sú viðgerð var mikið heillaspor. Margt sögulegt gerðist á þessum timum. Arið 1952 hafði Fylkir undir stjórn Auðun§,a Auðunssonar bjargað skipshöfn., af brennandi skipi og komið þvi sjálfu til hafnar illa förnu. Þetta var Patreksfjarðartogarinn Gylfi. Þar hafði sannarlega ekki munað miklu að slys yrði. Það var undan Snæfellsjökii, sem Fylkir kom Gylfa til aðstoðar. Skipið var tekið i tog og dregið til Reykjavikur. Norðan hvassviðri var á, er þetta gerðist. Auðunn skipstjóri á Fylki vildi ekki hætta á að draga skipið á mikilli ferð. Þeir voru rúmlega ellefu tima frá Jökli, og allan timann logaði upp úr brú Gylfa. Loks þegar kom inn á milli Eyja dvinaði bálið skyndilega. Þá var allt brunnið, sem brunnið gat i brúnni, en oliugeymirinn, sem eldhafið stafaði írá orðinn timur. Þrátt fyrir þetta urðu minni skemmdir á vélabúnaði skipsins, en álitið var i fyrstu. Vélarúmið slapp t.d. að mestu við skaða. Hinir tiðu eldsvoðar á togara- flotanum ollu mönnum áhyggjum, unz uppvist varð um smiðagalla, sem var orsök þessara óhappa. Þegar hér var komið sögu, haustið 1956, höfðu Bretar, sem alltaf eru til i að gera verkföll - og sem telja það til sáluhjálpar- atriða að mótmæla hverri út- færslu islenzku landhelginnar - sætt sig við f jórar milurnar, og i öndverðum nóvembermánuði 1956 voru viðræður i gangi milli islenzkra og brezkra embættismanna um afnám löndunarbannsins frá 1952. Þessar viðræður fóru fram i Paris. Brezka heimsveldið hafði um þessar mundir hlotið verulegt áfall vegna afskipta af deilunni við Súez, og fallið mjög i áliti meðal þjóða heims. Bretar ásamt Frökkum og ísraelsmönnum höfðu verið stimplaðir sem árásaraðilar, og öryggisráðið hafði fyrirskipað að árásinni á Egyptaland skyldi hætt. Sir Anthony Eden, sem 24 VIKAN JÓLABLAÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.