Menntamál - 01.12.1936, Síða 11
MENNTAMÁL
169
kennslufræðinnar,vil egminnast stuttlega á liinar uppeldis-
fræðilegu tilraunir, er að lestri lúla.
Til skamms tima var raddlestur allsráðandi í skólunum.
Það er ekki lengra síðan en 1917 að tveir þekktir
íranskir fræðimenn, Simon og Vaney, skýrgreindu
lestur á eftirfarandi hátt: „Lestrarkunnátta er fólgin
í því að kunna að breyta liinum venjulegu rittákn-
um í hljóðmyndir — það er að vera fær um að þýða
hin ósýnilegu tákn með hljóðtáknum. Maður getur
lesið latinu, án þess að skilja stakl orð í henni. — Maður
getur þekkt gríska stafrófið og lesið með áherzlum kvæði
úr Iliónskviðu án þess að bera hið minnsta skyn á þýðingu
þess, sem maður les.“ Skýrara er naumast liægt að lcom-
ast að orði. Og þetla var einmitt hin rikjandi skoðun á
lestrinum. I samræmi við þessa skoðun snerust, til skamms
tíma, nærri allar rannsóknir á lestri, i skólum, um radd-
lestur.
I Frakklandi kom fyrsli sæmilegi raddlestrarmælikvarð-
inn út 1907, saminn af Vaney. Hann skiptir raddlestrinum
í fimm stig eftir gæðum: 1. börn, sem ekki kveða að, 2.
slautandi, ]). e. þau sem kveða að, 3. hikandi lestur, 4.
reiprennandi lestur og loks 5. stig, lestur eftir tilfinn-
ingu fyrir efninu.
Árið 1912 gaf Duviard í Genf út hækling um fegurð og;
hraða raddlesturs. Ilann kemst að þeirri niðurstöðu, að
þegar lesið er með fallegum áherzlum, sé hæfilegur liraði
100 orð á mín., en að ekki beri að fara yfir 150 orð á mín.,
Simon og Vaney, sem áður eru nefndir, gáfu 1917 út
raddlestrar])róf. Eru það nokkur próf, er taka við hvert af
öðru, próf á lestur stafa, tölustafa, atkvæða, orða og setn-
inga.
Ennfremur má nefna raddlestrarpróf, sem Pierre Bovet,.
skólastjöri Rousseau-skólans í Genf gaf út 1918. Þetta
próf er i þrcnnu lagi. 1. lilutinn á við mesta hraða lesturs
á samfelldu máli. 2. hlutinn mælir lestrarliraða sundur-