Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Page 66

Menntamál - 01.12.1936, Page 66
224 MENN'l'AMÁL að starfa með börnunum, jafnt utan kennslustunda sem í þeim, heldur en áhyggjurnar, sem hljóta að fylgja því, að láta nemendur afskiptalausa utan kennslustunda. Kennslustarf í heimavistarskóla er tvímælalaust eitt hið erfiðasta kennslustarf, en eg hygg, að það geti líka verið eitt hið allra ánægjulegasta. Náin samvinna skóla- lieimilisins og þeirra, sem þess eiga að njóta, er nauð- synleg. Sameiginleg umhyggja fyrir hörnunum, en ein- arðleg og vinsamleg framkoma, mun reynast hezt i því efni. Niðurlagsorð. Eg vil að síðuslu gela þess, að þetla álit mitt og tillögur eru samdar sem lauslegar hend- ingar. Eg liefi stuðst við reynslu mina og annara lieima- vistarskólakennara. I slarfi mínu hér við skólann í þau tvö ár, er liann hefir starfað, liafa aðalatriði þessara starfshátta verið reynd, s. s. flokkun nemenda, starfs- tilliögun við námið, stjórn á heimanámi barna, garð- yrkjustörf nemenda, námskeið og ýms félagsstörf. Eg vil nefna það sem dæmi um árangur, að 8 og 9 ára börn stóðu sig yfirleitt vel við landsprófið í vor, og mun betur en síðastliðið ár, garðyrkja meðal nemendanna er nú almenn. Á vordegi skólans — vinnudeginum — 1935 og 1936, hafa verið unnin samlals 150 dagsverk. 1 allt liafa bæði nemendur og aðrir héraðsmenn lagt fram um 300 dagsverk, til þess að fegra umliverfi skól- ans og vinna að ýmsum framkvæmdum í þágu hans. Fullorðna fólkið liefir sótt vel öll námskeið skólans og sýnt á margan annan liátt skilning og áhuga á starfi hans. Það er auðsætt, að varla verður það skipulag, og þá sízt af öllu starfshættir skóla, upphugsaðir, sem allt- af og allstaðar eigi við, enda ekki æskilegt. Hver kenn- ari verður að vera brautryðjandi i starfi sínu, ef verulegs árangurs á að vænta í fræðslu- og uppeldisstarfi skól- anna. Ekkert er skólunum jafnliættulegt og hinn dauði bókstafur og stirðnuð form. Lög og reglugerðir eru nauð-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.