Menntamál - 01.06.1950, Side 13

Menntamál - 01.06.1950, Side 13
MENNTAMÁL 75 ins sem merki um spillingu eða mannvonzku, verður barnið að velja á milli þess að láta tilfinningar sínar í Ijós eða glata vináttu foreldra sinna að öðrum kosti. Þetta veldur þrjózku og árásarhneigð. Barnið reynir að stilla sig, verður ef til vill „þægt“ á ytra borðinu, en reiðin situr við sinn keip. Annað veifið detta skörð í flóðgarðana og reiðin brýzt út, en stundum kemur hún fram í illgirni, öfund, skeytingar- leysi eða í öðrum ummerkjum t. d. hnupli, ótta á nætur- þeli, óeirð eða öfgafullri „þægð“. Enn einu sinni viljum við taka það fram, að það, sem við höfum sagt, er ekki svo að skilja, að við eigum að leyfa börnunum að haga sér nákvæmlega eins og þau vilja. Við höfum rétt til að láta til okkar taka og segja okkar skoðun, og við höfum rétt til að koma okkar lífi þannig fyrir, að ekki einungis börnin heldur einnig við getum átt góðar stundir. Eru refsingar nauðsynlegar? Flestir eru víst þeirrar skoðunar, að hjá refsingum verði ekki komizt. Mörgum þykir þetta miður og óska þess, að til væru önnur rað til þess að fá börnin til að semja sig að aðstæðunum, en þeir sjá enga aðra leið. Víst eru börn oft þrjózk, óhlýðin, erfið. Harðneskjan virðist stundum hið eina mál, sem þau skilja. Við fullorðna fólkið viljum, að þau læri lexíurnar, eti mat sinn, hátti á tilteknum tíma og stríði ekki yngri systkinunum, en börnin snúast gegn þess- ari frelsisskerðingu ef til vill með því að fleygja bókunum niður af bókahillunum, bölva eða koma of seint í matinn. Þau taka engum fortölum. Mönnum verður á að grípa til refsingarinnar, og hún ber oft og tíðum árangur. Barnið verður „þægara“ — alltjent nokkra hríð og að minnsta kosti heima hjá sér. Allt um þennan góða árangur á yfirborðinu leikur vafi á því, hvort refsingin hefur haft þau áhrif, sem við ætluðumst til. Sumir beita refsingum ekki aðeins sem nauðvörn, heldur

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.