Menntamál - 01.06.1950, Page 54

Menntamál - 01.06.1950, Page 54
116 MENNTAMÁL um, og að innkaupum loknum var vörunum skilað í bankann ásamt því, sem eftir var af peningum. 5. ) Þarna var líka kvikmyndahús. Sýningartjaldið var langur pappírsstrangi, og á hann var letruð mynd- skreytt saga. Þessi aðferð var fundin upp af börn- unum sjálfum, og var útbúnaður allur gerður af mestu hugkvæmni. Hverri mynd fylgdi texti í réttri röð. 6. ) Brúðuleikhús voru víða, og þau voru mikið notuð. 7. ) Nokkur börn bjuggu til traf, 8. ) önnur kartöfluprent á pappír. Flest var gert úr gömlu, og margt af því komu börnin með að heiman. í heimsóknum mínum í ýmsa skóla varð ég annað veifið vör við sams konar vinnubrögð, en hvergi að svo furðulegu magni né margbreytni til jafns við það, sem ég sá þarna. —- 1947 kom út bók Activity in primary school eftir M. M. Daniel. Þar er greint frá tilraunum í skólastarfi, sem fram fara víða um England. Dæmi um hér um bil allt það, sem þar er lýst, sá ég í þessum skóla. Öskiljanlegt er það, hvernig kennarar fá ráðið við það verkefni að hafa 50 börn í bekk, en þetta á sér víða stað. Þennan skóla heimsótti sægur kennara frá öðrum skólum. Urðu kennarar þar að bæta því ofan á sitt starf að sinna slíkum heimsóknum. Klukkan 11 var gengið frá mestöllu dótinu, og börn- in fengu stundahlé. Sumt var þó tekið fram síðar um dag- inn. Stundaskrá fyrir allan skólann hékk þar á vegg. Skrýtið þótti manni að sjá, að námsgreinarnar: saga, landafræði og náttúrufræði voru hvergi nefndar þar. Aft- ur á móti var þar talið fjölmargt, sem við þekkjum ekki í skólum okkar t. d. málfundir, sjónleikir og ,,activities“. Til iðkunar í réttritun og reikningi var báðum greinum saman ætluð ein stund á dag. Músík og leikfimi voru á sér-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.