Menntamál - 01.06.1950, Page 68

Menntamál - 01.06.1950, Page 68
130 MENNTAMÁL síðan að breyta því vali. Félagsfundir voru að jafnaði haldnir heima hjá honum, og eigum við félagar hans þaðan margar góðar minningar, sem yljað geta huganum í önn og amstri hversdagsleikans. En þar átti húsmóðirin sinn drjúga hlut. Ekki þurfti langa viðdvöl á heimili þeirra hjóna til að finna hið gagnkvæma, rósama traust og skiln- ing, sem eins og lá í loftinu í stofunum þeirra. Ýmislegt hefur verið sagt um okkur kennara sem stétt og einstaklinga, margvíslegir dómar felldir um störf okkar og árangur þeirra. Yið erum, ef svo mætti segja, stöðugt undir smásjá heimila og aðstandenda nemenda okkar, og í þeirri smásjá birtast hlutirnir stundum í allmikilli stærð. — Efalaust er okkur kennurum sem öðrum í mörgu áfátt, og mér er sem ég sjái Sigfús Sigurðsson brosa sínu hóg- væra brosi, ef ég færi að halda því fram, að hann hefði ver- ið þar undantekning. En ég fullyrði, að þá megi íslenzka kennarastéttin vel við una, ef þar er hvert rúm svo vel skipað sem hans var. Eins og fyrr segir, fluttist Sigfús ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur á s. 1. hausti. Yfirstjórn fræðslumál- anna hafði veitt honum orlof þetta skólaár. Hugði hann á utanferð upp úr síðustu áramótum til að kynnast skóla- málum frændþjóðanna á Norðurlöndum. Mun hann hafa hugsað gott til þeirrar farar og leikið mjög hugur á að auka þekkingu sína á kennslu og uppeldismálum. Undir- búningi ferðarinnar var að mestu lokið. En þá kom það, sem við köllum stundum forlög, og tók í taumana. Hann fór í aðra ferð, þessa, sem við öll eigum eitt sinn að fara, og stundum svo fyrirvaralaust. Við vinir hans og stéttar- systkin óskum honum góðrar ferðar og þökkum honum samfylgdina. Við trúum því, að þar sem hann er nú, megi hann njóta mannkosta sinna, því að hann var drengur góður. Frímann Jónasson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.