Menntamál - 01.06.1950, Page 69

Menntamál - 01.06.1950, Page 69
MENNTAMÁL 131 Launamál. Menntamál hafa snúið sér til Arngríms Kristjánssonar skóla- stjóra og innt hann eftir fréttum af störfum nefndar þeirrar, er ríkisstjórnin skipaði á s. 1. hausti til þess að endurskoða launalög- in. Á Arngrímur sæti í nefninni. Lét hann í té þær upplýsingar, er hér fara á eftir: Tvö voru þau megin- atriði, er fólust í sam- þykktum 10. þings B. S. R. B., sem háð var í nóvem- ber 1948, eða fyrir tæpum 18 mánuðum. Hið fyrra, að hafizt yrði handa þá þegar um endur- skoðun gildandi launalaga og laun ríkisstarfsmanna væru samræmd launagreiðslum þeirra launþega, er selja vinnu sína á frjálsum vinnumarkaði samkvæmt gerðum kjarasamningum milli launþega og atvinnurekenda. í ann- an stað var gerð sú eindregna krafa, að uppbætur yrðu greiddar á laun starfsmanna ríkisins, þar til endurskoðun hefði farið fram á launalögum, og sú endurskoðun öðlazt staðfestingu alþingis. Launabaráttan s. 1. 18 mánuði hefur þá eðlilega verið fólgin í því, að vinna að framgangi þessara tveggja megin- mála. Á s. 1. vori var kvatt saman aukaþing bandalagsins til þess að árétta þessar kröfur, og upp úr því vannst hinn fyrsti sigur, er Alþingi samþykkti þingsályktun, er fól í

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.