Menntamál - 01.06.1950, Page 70

Menntamál - 01.06.1950, Page 70
132 MENNTAMÁL sér heimild fyrir ríkisstjórnina að greiða uppbætur á laun opinberra starfsmanna, ef rannsókn leiddi í ljós réttmæti þess miðað við aðrar launastéttir í landinu. Að lokinni athugun, er ríkisstjórnin lét framkvæma í júní s. 1. sumar, ákvað þáverandi ríkisstjórn að nota heim- ildina. Uppbót var síðan greidd ríkisstarfsmönnum frá 1. júlí 1949, sem nam 20% á mánaðarlaun. í lok ársins heimilaði Alþingi á ný, að haldið skyldi áfram uppbótargreiðslum, annað hvort þar til ný launalög hefðu verið samþykkt eða uppbætur væru teknar inn í fjárlög fyrir árið 1950, og hafa þær ríkisstjórnir, er setið hafa að völdum síðan, notað heimildina og greitt 20% uppbót í jan. og febr., og síðan 15% til þessa, og hefur þess verið jafnframt getið, að uppbætur þessar væru greiddar upp í væntanlegar launahækkanir, er samþykktar yrðu, annað hvort með gildistöku nýrra launalaga eða nýrrar heimild- ar, er afgreidd væri í sambandi við afgreiðslu fjárlaga árið 1950. Um endurskoðun launalaganna skal þetta tekið fram. í sama mund og heimild fékkst í þinginu fyrir uppbótar- greiðslum lofaði ríkisstjórnin trúnaðarmönnum banda- langsins, að skipuð skyldi nefnd til að endurskoða launa- lögin frá 1945, og var nefndin skipuð af ráðuneyti Stefáns Jóh. Stefánssonar í október s. 1. Nefnd þessi átti samkvæmt erindisbréfi, er henni hafði verið sent „að gera yfirlit um kaup og kjör starfsmanna ríkisins annars vegar og annarra stétta hins vegar, og sé þar tekið tillit til aðstöðu allrar að því er snertir atvinnu- öryggi, eftirlaunarétt o. s. frv. Skulu um þessar rannsóknir höfð samráð við hagstofuna að því er þurfa þykir. Skal nefndin gera þær tillögur af þessu tilefni, er hún telur ástæðu til“, eins og það er orðað í erindisbréfinu. Launanefndin hefur nú samið nýtt frumvarp til launa- laga, og hefur hún þegar gert ríkisstjórn grein fyrir niður- stöðum sínum, en þær eru í aðalatriðum sem hér segir:

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.