Menntamál - 01.06.1950, Side 72

Menntamál - 01.06.1950, Side 72
134 MENNTAMÁL ÞjóSleikhús og skólar. Þjóðleikhúsið var vígt til ákvörðunar sinnar á sumar- daginn fyrsta. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að lýsa hér vígslu- athöfn, híbýlakosti og aðdraganda þessarar stofnunar, svo mjög hafa blöð og útvarp fjölyrt um það efni að von- um. Hins vegar getur tímarit kennara ekki látið hjá líða að fagna því, að leiklistinni hafa nú verið búin vegleg skil- yrði til vaxtar og viðgangs með þjóðinni. í skjóli skóla óx hinn fyrsti vísir að þessari listgrein í landinu, og varla er þess að 'vænta, að hún verði almenningseign, ef skól- arnir vanrækja vakningarhlutverk sitt í þessum efnum. Kennarar hafa hin síðari ár, einkum eftir að áhrif nýrrar skólastefnu tóku að ryðja sér til rúms í landinu, lagt tals- verða stund á að iðka leikstarfsemi með nemendum sín- um, þótt skilyrði til þess séu harla önug í ofsetnum skóla- húsum. En meira mætti að þessu gera, og raunar ætti leik- starfsemi að vera snar þáttur í starfi skólanna. Væri vel, ef þjóðleikhúsið yrði til þess að vekja svo almennan áhuga og skilning á þessari dásamlegu menningargrein, að hún yrði ómissandi og öflugur þáttur í lífi allrar þjóðarinnar, þáttur, sem hún vildi ekki láta undir höfuð leggjast að vefa inn í uppeldi barna sinna í þeirri trú, að hann megi veita þeim þann yndisarð, sem mölur og ryð fá eigi grandað. Þau spámannlegu orð, að maðurinn lifi ekki á brauði einu saman, eru í fullu gildi á öllum tímum um alla veröld, þar sem maðurinn er verður þess nafns til aðgreiningar frá dýrum merkurinnar. Sú list, sem þessi nýja menningar- stofnun er vígð, hefur löngum verið mannkyninu upp- sprettulind til auðgunar, fegrunar og betrunar lífinu. Mætti þjóðleikhúsið verða íslendingum slíkur ódáins- brunnur. Á. H.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.