Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 72

Menntamál - 01.06.1950, Blaðsíða 72
134 MENNTAMÁL ÞjóSleikhús og skólar. Þjóðleikhúsið var vígt til ákvörðunar sinnar á sumar- daginn fyrsta. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að lýsa hér vígslu- athöfn, híbýlakosti og aðdraganda þessarar stofnunar, svo mjög hafa blöð og útvarp fjölyrt um það efni að von- um. Hins vegar getur tímarit kennara ekki látið hjá líða að fagna því, að leiklistinni hafa nú verið búin vegleg skil- yrði til vaxtar og viðgangs með þjóðinni. í skjóli skóla óx hinn fyrsti vísir að þessari listgrein í landinu, og varla er þess að 'vænta, að hún verði almenningseign, ef skól- arnir vanrækja vakningarhlutverk sitt í þessum efnum. Kennarar hafa hin síðari ár, einkum eftir að áhrif nýrrar skólastefnu tóku að ryðja sér til rúms í landinu, lagt tals- verða stund á að iðka leikstarfsemi með nemendum sín- um, þótt skilyrði til þess séu harla önug í ofsetnum skóla- húsum. En meira mætti að þessu gera, og raunar ætti leik- starfsemi að vera snar þáttur í starfi skólanna. Væri vel, ef þjóðleikhúsið yrði til þess að vekja svo almennan áhuga og skilning á þessari dásamlegu menningargrein, að hún yrði ómissandi og öflugur þáttur í lífi allrar þjóðarinnar, þáttur, sem hún vildi ekki láta undir höfuð leggjast að vefa inn í uppeldi barna sinna í þeirri trú, að hann megi veita þeim þann yndisarð, sem mölur og ryð fá eigi grandað. Þau spámannlegu orð, að maðurinn lifi ekki á brauði einu saman, eru í fullu gildi á öllum tímum um alla veröld, þar sem maðurinn er verður þess nafns til aðgreiningar frá dýrum merkurinnar. Sú list, sem þessi nýja menningar- stofnun er vígð, hefur löngum verið mannkyninu upp- sprettulind til auðgunar, fegrunar og betrunar lífinu. Mætti þjóðleikhúsið verða íslendingum slíkur ódáins- brunnur. Á. H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.