Menntamál - 01.06.1950, Side 77

Menntamál - 01.06.1950, Side 77
MENNTAMÁL 139 AlþjóðamáliS og hlutverk þess. Háskólafyrirlestur eftir dr. Ivo Layenna prófessor. Júgóslafneskur prófessor, dr. Ivo Lapenna (áherzlan er á miðatkvæðinu), dvaldist um 5 vikna skeið í Reykjavík á vegum esperantó-samtakanna nú fyrir skömmu, eins og kunnugt er af frásögnum blaða og útvarps. Prófessorinn er maður á bezta aldri, fæddur 5. nóv. 1909 í borginni Split á Adríahafsströnd. Hann er kennari í þjóðarétti við háskólann í Zagreb og félagsmaður í vísinda-akademíi Júgóslafa. Hann á sæti í stjórn Universala Esperanto Asocio (Alþjóða esperantófélaginu). Hann hefur samið bækur og ntgerðir um þjóðarétt og alþjóðamál, ýmist á króatísku, en hún er móðurmál hans, esperantó eða frönsku. í Reykjavík hélt hann námskeið í esperantó. Hann sýndi skuggamyndir frá Júgóslafíu á ýmsum stöð- um og skýrði þær. Einnig flutti hann erindi í Háskóla Is- lands 21. marz s. 1. um alþjóðamál og hlutverk þess. Hann flutti það erindi eins og skýringarnar við skuggamynd- irnar á esperantó, en sá, er þessar línur ritar, túlkaði á islenzku. Er prófessorinn ágætur ræðumaður, mælskur og áheyrilegur. Hér verður birt ágrip af erindi hans í há- skólanum. Athöfnin í háskólanum hófst með því, að rektor há- skólans, dr. Alexander Jóhannesson, bauð dr. Lapenna velkominn. Kvað hann það merkisatburð, að nú væri há- skólafyrirlestur fluttur hér í fyrsta sinn á esperantó. Tal- aði hann af velvild og skilningi í garð alþj óðamálsins. Síðan tók dr. Lapenna til máls. Hann lét fyrst í ljós ánægju sína að fá tækifæri til þess að ræða við áheyrend- ur um alþjóðamálið og hlutverk þess. „En hvað er alþjóða- mál,“ sagði hann, „hvernig hefur það orðið til, hvernig hefur það þróazt, og hvernig er ástandið nú á því sviði?“

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.