Menntamál - 01.06.1950, Side 78

Menntamál - 01.06.1950, Side 78
140 MENNTAMÁL Til þess að geta svarað þessu rétt og skilið kjarna al- þjóðamálsins, kvað hann nauðsynlegt að fara nokkrum orðum um uppruna tungumála almennt og þau öfl, sem réðu vexti þeirra og beindu honum í ákveðna átt. En hér væri ekki unnt að ræða þau efni til hlítar, enda væru vísindamenn þar ekki á eitt sáttir. Hér yrði aðeins vikið að tvennu, sem miklu máli skipti: 1) Hvað er það, sem raunverulega ber tungumál uppi? 2) 1 hvaða átt þróast málin? Þessum spurningum svaraði fyrirlesarinn á þessa leið að efni til: „Tungumál er félagslegt fyrirbæri, en ekki náttúru- fræðilegt eða lífeðlislegt fyrirbæri. Þar af leiðir, að það er samfélagið, flokkur manna, sem skapar málið á ákveðnu þróunarstigi til þess að fullnægja þörfum sínum, eins og þær eru á þeim tíma. Þessi flokkur getur verið ætt, kyn- bálkur eða þjóð, en hann getur líka verið stétt eða trúar- bragðaflokkur. Þannig talaði yfirstéttin í Indlandi til forna sérstakt mál, sanskrít, og latína var lengi og er mál kaþólsku kirkjunnar. Hinar gömlu kenningar um tungumálin, að þau séu blátt áfram gjöf frá hendi nátt- úrunnar eða einhverra afla utan hennar, eru óvísindaleg- ar. Engu vísindalegri eru þær kenningar, sem segja, að einungis þjóð geti borið uppi tungumál. Að tala um þjóð- arsál eða þjóðaranda sem dýpstu rætur málsins, er að leiða dulfræði inn í vísindin, er að slá um sig með fögrum setningum, en marklausum. Vitanlega gerast þjóðir ber- endur mála á tilteknum tíma, en það táknar engan veg- inn, að aðrir félagshópar manna geti ekki einnig borið uppi tungumál. Um hitt, í hvaða átt málin þróast, eru til tvær aðalkenn- ingar. Gömlu kenningarnar, sem þeir héldu fram Max Múller, Trobetti og fleiri, eru á þann veg, að í fyrndinni hafi verið til eitt sameiginlegt frummál, sem greinzt hafi sundur í mörg mál og þau síðan aftur í önnur koll af

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.