Menntamál - 01.06.1950, Qupperneq 78

Menntamál - 01.06.1950, Qupperneq 78
140 MENNTAMÁL Til þess að geta svarað þessu rétt og skilið kjarna al- þjóðamálsins, kvað hann nauðsynlegt að fara nokkrum orðum um uppruna tungumála almennt og þau öfl, sem réðu vexti þeirra og beindu honum í ákveðna átt. En hér væri ekki unnt að ræða þau efni til hlítar, enda væru vísindamenn þar ekki á eitt sáttir. Hér yrði aðeins vikið að tvennu, sem miklu máli skipti: 1) Hvað er það, sem raunverulega ber tungumál uppi? 2) 1 hvaða átt þróast málin? Þessum spurningum svaraði fyrirlesarinn á þessa leið að efni til: „Tungumál er félagslegt fyrirbæri, en ekki náttúru- fræðilegt eða lífeðlislegt fyrirbæri. Þar af leiðir, að það er samfélagið, flokkur manna, sem skapar málið á ákveðnu þróunarstigi til þess að fullnægja þörfum sínum, eins og þær eru á þeim tíma. Þessi flokkur getur verið ætt, kyn- bálkur eða þjóð, en hann getur líka verið stétt eða trúar- bragðaflokkur. Þannig talaði yfirstéttin í Indlandi til forna sérstakt mál, sanskrít, og latína var lengi og er mál kaþólsku kirkjunnar. Hinar gömlu kenningar um tungumálin, að þau séu blátt áfram gjöf frá hendi nátt- úrunnar eða einhverra afla utan hennar, eru óvísindaleg- ar. Engu vísindalegri eru þær kenningar, sem segja, að einungis þjóð geti borið uppi tungumál. Að tala um þjóð- arsál eða þjóðaranda sem dýpstu rætur málsins, er að leiða dulfræði inn í vísindin, er að slá um sig með fögrum setningum, en marklausum. Vitanlega gerast þjóðir ber- endur mála á tilteknum tíma, en það táknar engan veg- inn, að aðrir félagshópar manna geti ekki einnig borið uppi tungumál. Um hitt, í hvaða átt málin þróast, eru til tvær aðalkenn- ingar. Gömlu kenningarnar, sem þeir héldu fram Max Múller, Trobetti og fleiri, eru á þann veg, að í fyrndinni hafi verið til eitt sameiginlegt frummál, sem greinzt hafi sundur í mörg mál og þau síðan aftur í önnur koll af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.