Menntamál - 01.04.1956, Síða 65
MENNTAMÁL
59
örvun og viðurkenningu fyrir góðan vilja og þær fram-
farir, sem þeir taka. Það er mjög áríðandi,að kennarinn
gefi því gaum, þegar einhver nemandi hefur átt við ein-
hverja erfiðleika að stríða, vegna skapgerðar og upplags
síns, en gerir tilraun til að bæta framkomu sína eða náms-
árangur sinn. Þá má það ekki gleymast að veita honum við-
urkenningu.
Jafnvel lélegustu nemendurnir þurfa að fá að sjá, að
námið ber árangur, og þess vegna á að láta þá fá verk-
efni, sem þeir geta ráðið við. Ekkert er betur fallið til
þess að vekja örvæntingu og námsleiða en dagleg reynsla
um eigin getuleysi. Einmitt þessir nemendur þarfnast örv-
andi og vingjarnlegra orða, sem auka sjálfstraust þeirra
og þar með einnig getu þeirra.
Gott fyrirkomulag skólastarfsins skiptir miklu fyrir
sambúð kennara og nemenda og skólaandann yfirleitt. í
byrjun hvers skólaárs á kennarinn að skipuleggja starf
ársins. Slíkri áætlun ætti þó að vera hægt að breyta, ef
almennt ástand bekkjarins og geta nemendanna krefst
þess. Samning slíkrar starfsáætlunar krefst mikillar fyrir-
hyggju.
Kennarinn á að afla sér þekkingar um áhugamál hinna
ólíku nemenda jafnvel utan skólans og veita þeim ráð og
hjálp í málefnum þeirra. Nemendurnir eiga að finna vin,
þar sem kennarinn er, og þeir eiga að geta snúið sér til
hans og fengið ráð og leiðbeiningar, ekki aðeins í sam-
bandi við skólastarfið, heldur í öllum erfiðleikum sínum.
Þá mun myndugleikinn og virðingin hvíla á hinum trausta
grundvelli trúnaðartraustsins. Starfinu og ánægjunni í
skólanum er bezt borgið með réttri sameiningu á frelsi
og aga.
SJcólinn og heimilið.
Gott og alúðlegt samband milli skóla og heimilis er mik-
ilvægt atriði fyrir uppeldi. Það er sjálfsögð skylda skólans