Menntamál - 01.04.1960, Side 69

Menntamál - 01.04.1960, Side 69
MENNTAMÁL 55 andi. Árið 1933 verða þáttaskil. Vegna gyðingaætternis er honum útskúfað úr samfélagi þjóðar sinnar og hann verður að taka öllum vanda og sársauka, er af því leiðir, og loks er hann til neyddur að flýja land árið 1937. ísland verður athvarf hans og fjölskyldu hans. Nú er sá vandi fyrir höndum að samlaga sig nýjum og fram- andi heimi. Hin norræna tunga lýkst upp fyrir honum, ríki íslendingasagna — stórfenglegur heimur mikilla harma og mikilla örlaga, óþrotlegur auður skáldskapar í mjög svipsterku formi, þar sem tilverurök eru rakin með nýjum hætti og mannúð og göfgi sterkra og óbrotinna einstak- linga rís yfir ógnir og blóðsúthellingar. Heimur feikna og ókynnis, og þó ekki án skyldleika við gyðinglega erfð. En jafnframt heimur breyttra viðhorfa og byltinga, þar sem vanmat á fornum menningarafrekum er tekið að grafa um sig, og vandamálum nútímans og verðmætum liðinna alda lýstur saman í ringulreið. Hér starfar Heinz Edelstein sem hljóðfæraleikari og tónlistarkennari. Við kynnumst hér enn einum þætti í per- sónuleik hans: Hann er mikill náttúruunnandi, og gerist djarfur fjallgöngu- og ferðamaður. Hann fer í langa leið- angra, fótgangandi og á hestbaki, og kannar hin torfæru öræfi, víðar hraunbreiður þeirra, skriðjökla og eldfjöll, hrífst af tign þeirra og fegurð og takmarkalausri kyrrð og einveru, sem naumast á sinn líka. Og honum auðnast þannig að kynnast landinu betur en flestum aðkomumönn- um öðrum. Hann stofnar einnig barnamúsíkskóla í Reykjavík, með völdum nemendum og nýrri kennsiutækni, og er því starfi nú haldið áfram af öðrum. En þótt hann uni á flesta lund hinum bezta hag, brestur þó á það, sem mestu veldur um, að hann nái rótfestu. Og þar við bætist, að hann verður einnig gripinn þeirri útþrá, sem öllum íslendingum er í blóð borin, þrá til suðlægra landa handan við höf. Skelfingarnar á meginlandi Evrópu verða þess enn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.