Menntamál - 01.04.1960, Page 102

Menntamál - 01.04.1960, Page 102
88 MENNTAMÁL fyrir voru, og um leið bætt skilyrði öll í sambandi við líkamsrækt barna og unglinga i bænum. Frétt jrá Byggingarnejnd Kennaraslwla Islmids. Um síðustu jól átti Kennaraskóli íslands þeim merka áfanga sögu sinnar að fagna, að fyrsti hluti nýrra húsakynna hans komst undir þak. Tvö síðustu árin hefur verið unnið af fullum krafti að því að undirbúa og steypa upp fyrsta hluta bygginganna, en þær verða reist- ar í áföngum. Teikningar hafa verið gerðar á skrifstofu húsameistara ríkisins. Byggingarvinnu annazt byggingarmeistararnir Siggeir Ólafsson og Halldór Jóhannsson og múrarameistari Svanþór Jónsson undir um- sjá húsameistara. Auk þess hefur byggingarnefndin sérstakan trún- aðarmann, Ríkarð Hallgrímsson byggingarmeistara, til daglegs eftir- lits með öllum framkvæmdum. I þcssum fyrsta áfanga, sem nú er að komast undir þak, verður gott húsnæði fyrir kennara og skólastjóra, rúmgóð forstofa eða skáli og rými fyrir 12 kennslustofur, auk ganga og snyrtiherbergja. í gamla húsinu eru hins vegar aðeins 4 kennslustofur, að vísu furðu nota- legar allt til þessa, en utan þeirra er skólahúsnæðið harla frumstætt, jjar sem flest vantar, sem nú jrykir ómissandi í skólahúsi. Það verða jjví stórkostleg umskipti strax þegar þessi fyrsti áfangi verður not- hæfur, en mikla áherzlu verður að leggja á, að það geti orðið, sem allra fyrst. Eins og áður er sagt, verður skólinn byggður í áföngum. í raun- inni verður þetta heilt skólahverfi, J)ví að hér er einnig gert ráð fyrir kennaraskólum í handavinnu og húsmæðrafræðslu með tíð og tíma, og svo að sjálfsögðu æfingaskóla, fimleikahúsi og leikvöllum, heimavist nemenda o. s. frv. Það á vitanlega langt í land, að öllum j^essum mannvirkjum verði komið upp, þótt allra sé brýn þörf. En þar sem svo mjög veltur ein- mitt á starfi Kennaraskólans, hversu allt það fé ávaxtast, sem varið er til kennslu og skólamála, þá verður naumast of mikil áherzla lögð á að búa honum sómasamleg skilyrði. Augljóst er, að stórauka jjarf ár legt framlag ríkisins næstu árin, til Jiess að jícssar framkvæmdir nái viðunandi hraða, nema annarra úrræða verði leitað, t. d. lántöku. Hæst hefur fjárveiting orðið kr. 950.000.00 á einu ári, en er samtals orðin kr. 5.2 millj. frá byrjun. Kostnaður er hins vegar orðinn rúml. 6 millj. kr. og áætlað er, að enn jmrfi um 9 millj. kr. til að fullgera fyrsta áfanga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.