Menntamál - 01.08.1966, Side 59

Menntamál - 01.08.1966, Side 59
MENNTAMÁL 145 halda áfram öllum hugsanlegum tilbrigðum í samningu, framsögn, afritun og aðstoð við nemendur með hverjum þeim hætti, sem bezt stuðlar að þroska þeirra. Er þá mest komið undir skilningi og samvizkusemi kennarans gagn- vart hverjum einstökum nemanda. Einhverjum finnst ég e. t. v. hafa gerzt fulllangorður um undirbúning og aðdraganda hinnar eiginlegu ritþjálfunar. Ég tel þó, að full þörf sé á að taka það efni til miklu ræki- legri meðferðar en ég hef reynt hér. Markvísa forþjálfun á þessu sviði hefur að mestu leyti skort í íslenzkum skól- um. í þess stað er börnum og unglingum gert að skrifa ritgerðir undirbúningslítið um efni, sem þau yfirleitt hafa ekki slíkt vald á og ætla mætti eftir aldri þeirra. Af þessu leiðir, að einungis vel gefnir og bókhneigðir nemendur verða sæmilegir ritgerðasmiðir með tímanum, en meðal- greindir nemendur og lakari ná sjaldan umtalsverðum árangri. Rithæfni jafnvel hinna greindari er einnig æði oft ábótavant. Nægir að benda á þá staðreynd, að engan veg- inn getur það kallast regla, að langskólagengnir mennta- menn séu ritfærir meir en í meðallagi. David Holbrook, kunnur enskur skólamaður og höfundur athyglisverðra bóka um móðurmálskennslu í enskum skólum, rekur vanhæfni til skriflegrar tjáningar einkum til ónógrar þjálfunar skap- andi ímyndunarafls nemenda á barnaskólastigi. Er hér komið aftur að því, sem ég gat um í upphafi þessa máls, aÖ rithæfni sérhvers manns sé að verulegu leyti tengd skap- andi ímyndunarafli hans, sköpunargáfu hans, hvernig hún fer að þróast og njóta sín. Ég hef reynt að rekja nokkrar leiðir til þess í orðum mínum hér á undan. Vona ég, að það sjónarmið mitt hafi ekki dulizt, að ritgerðasmíð hjá °kkur sé sniðinn allt of þröngur stakkur og tilgangur henn- ar annað hvort misskilinn eða svo óljós að hamlar mark- Vlsu starfi. Afleiðingarnar verða oftast þær, að nemendur fá óbeit á ritgerðum ellegar beinlínis ótta af þeim vegna þess pxófgildis, sem þeim er oft eignað. 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.