Menntamál - 01.12.1969, Side 60
266
MENNTAMÁL
verið í höndum ríkisins samkvæmt het'ð. Fyrst nú hin
síðari ár hafa verið settir á laggirnar bekkir fyrir sjóndöpur
og heyrnardauf börn innan skólakerfa sveitarfélaganna.
Onnur sérkennsla (hjálparskólarnir, athugunarbekkirnir og
aðrir sérlrekkir, talkennslan, leshjálpin o. s. frv.) hefur þró-
azt sem hluti af skólakerfi sveitarfélaganna. Árangurinn
hefur samt sem áður ekki reynzt fullnægjandi. Þessi starf-
semi hefur sem sé aðeins verið tekin upp, þar sem skil-
yrðin hafa verið bezt í þéttbýlinu. I sveitunum aftur á
móti er sérkennslan á byrjunarstigi. Óhætt er að segja, að
jafnvægísleysið einkenni ástandið. Hinir þróaðri lands-
lilutar geta boðið upp á þá viðbótarþjónustu, sem sér-
kennslan er. Fátækari héruð, fyrst og fremst sveitirnar, hafa
ekki ráð á þessu. Af þessum orsökum ber alls staðar — í
sambandi við nýskipan grunnskólans — að gefa skipulagn-
ingu og þróttn sérkennslunnar nægilegan gaum. Þetta gild-
ir um kennslu afbrigðilegra minnihlutahópa almennt.
Menntamálaráðuneytið hefur þegar skipað nefnd til að
liafa yfirumsjón með endurskipulagningu sérkennslunnar.
í sérkennslu afbrigðilegra barna þarf fyrst og fremst að
taka tillit til þess, að hver einstaklingur er frábrugðinn
öllum öðrum, og á hinn bóginn leggja áherzlu á að upp-
fylla eðlilega menntajrörf hvers minnihlutahóps um sig.
Þetta hvort tveggja fellur sarnan við hin almennu markmið
grunnskólans, sem getið hefur verið hér að framan. Við-
leitni til að ná þessu takmarki eilir réttlæti í þjóðíélaginu
og tryggir réttindi minnihlutahópanna.
Þróun sérkennslunnar í framtíðinni ber að minni
hyggju að falla í tvo megin farvegi: — Núverandi sérkennsla
Jrarf að aukast að magni og fjölbreytni, — innan vébanda
hinna svokölluðu normalskóla Jrarf að taka meira tillit til
sérþarfa einstaklinganna, en hingað til hefur verið gert.
I Jreim umræðum, sem fram hafa farið í landi voru
um nýskipan skólakerfisins, hafa menn iðulega lagt áherzlu
á einstaklingshæfinguna (individualiseringen) og tillitið,