Menntamál - 01.12.1969, Page 61
MENNTAMÁL
267
sem þarf að taka til mismunarins á einstaklingunum í
kennslunni. í núverandi skólakerfi okkar eru möguleik-
arnir til að hjálpa einstaklingunum tiltölulega fábreyttir.
í hinurn nýja grunnskóla gefur stuðningskennslan t. d.
nýja möguleika til einstaklingsbundinnar hjálpar innan
ramma normalbekkjanna. Þessir auknu möguleikar til að
styðja einstaklinginn í námi minnka þörfina á aðskilinni
sérkennslu og gæti jafnvel gert kleift að flytja nemendur
úr sérbekkjunum í normalbekkina.
Það verður vandkvæðum bundið að hagræða stefnumið-
um og námsskrám grunnskólans svo lienti sérskólunum
og sérbekkjunum. Sér í lagi munu kennslufræðileg mark-
mið sérkennslu í hvaða formi sem er verða að hækka og
skýrast. Grunnskólinn hefur ákveðin kennslufræðileg mark-
mið, og við skipulagningu sérkennslunnar ber að miða við
sömu grundvallarreglurnar og keppa að sömu almennu
markmiðunum og gert er þar. í þessu felst m. a. að kennsla
í tungumálum verður á námsskrá hjálparskóla og annarra
sérskóla. Þessari kennslu yrði þó, a. m. k. í hjálparskólun-
um, að stilla í hóf. A hinn bóginn ætti t. d. tungumála-
kennslan við blindraskólana að geta farið fram á því nær
sama hátt og í grunnskólunum. Að hve miklu leyti og á
hvern hátt hægt er í þessum skólum að hagnýta möguleik-
ana á námsaðgreiningu í tungumálum, stærðfræði og frjáls-
um greinum er ennþá óljóst. Sömuleiðis ættu nemendur
þessara sérskóla að eiga kost á a. m. k. í nokkrum mæli,
persónidegu vali og sérhæfingu.
Breytingin yfir í grunnskóla hefur líka annan vanda í
för með sér varðandi sérskólana. Hér rná nefna: þróun
kennsluaðferða, námsbóka og kennslutækja, menntun og
framhaldsmenntun kennaranna, samningu námsskrár og
kennslideiðbeininga fyrir mismunandi kennsluaðferðir og
við ólíkar kennsluaðstæður. Við þetta starf er þörf marg-
víslegxa upplýsinga, t. d. frá okkar norrænu grannlöndum.
Sömuleiðis |>arí að hagnýta niðurstöður rannsókna í Finn-