Menntamál - 01.12.1969, Síða 98

Menntamál - 01.12.1969, Síða 98
304 MENNTAMÁL ætlað er sem uppsláttarverk öðrum þræði. Sjálf bókin hefst svo á inngangi, eins og vera ber. Þar virðist mér, að sú kenning uppeldis- vísindanna, að ein aðferð sé annarri betri, sé kveðin niður — og virðist mér brjóstvitinu gert fullhátt undir ltöfði. Á bls. 11 segir svo: „í upphafi þessa máls var vikið að l'rjálsræði kennarans til að velja sínar eigin aðferðir. Nú skal þessum línum lokið með þeirri ósk, að val hans ráðist ekki eingöngu af bóklestri og kennslufræði- fyrirlestrum. Heimsóknir til samkennara, sem beita ólíkum aðferðum, geta heldur ekki skorið úr því, hvað bezt muni henta hinunt ein- staka kennara. Hann verður sjálfur að leita þeirrar aðferðar, sem honum lætur bezt.“ „Hér gæti nú verið amen eftir efninu,“ sagði síra Sigvaldi. Þetta er sú kennslufræði í linotskurn sem bókin býr yfir. Ef lesandinn leitar að ákveðnum svörum við kennslufræðilegum vandamálum, þá getur hann lokað bókinni, því lítið er af beinum svörum í þá átt. Á liinn bóginn er ýmislegt þar um uppeldisfræði almennt. Nú skal það játað, að erfitt ntun oft að gera glögg skil milli þess, sem er kennslufræði, og hins, sem er uppeldisfræði. Þó munu þeir kennarar, sent fletta þessari bók, fremur leita kennslufræðilegra (didaktiskra) svara en uppeldisfræðilegra (pedagogiskra), þótt beggja sé þörf. Nýyrði eru í bókinni, og er eitt þeirra nýsi — og er það sama orðið og hnýsni samkvæmt orðabók Freysteins Gunnarssonar. Það virðist auðsætt af ívitnaðri vísu, að sá, sem nýsist, er einn gerandinn. Þetta skiptir kannski ekki meginmáli, ef orðið er gott. Hitt er lakara að mínum dómi, og þó í samræmi við álit það, sem bókin túlkar á kennsluaðferðum, að þrátt fyrir það, að höfundur telur fáa andvíga nýsikennslu nú orðið, þá finnur hann henni flest til foráttu, enda afsakar liann skrif sín á bls. 69: „Hér að framan ltefur ekki verið gert lítið úr eríiðlcikunum. Má vera að ýmsum lesendum þyki gerður úlfaldi úr mýflugu, einkum þar, sem vikið er að aga.“ Þar sem talað er um kennslu með „episkop" segir svo: „Myrkvun gerir nemendunum erfitt fyrir að skril'a hjá sér athugasemdir, og þetta getur haft óheppileg áhrif á liegðun nemenda.“ Það er þó viðurkennt af flestum kennslufræðingum, að upplýstur myndflötur i myrkvaðri stofu sé mjög sterkur lil að halda athygli nemenda að efninu, sem um er fjallað. Á bls. 77 segir svo: „Skuggamyndavélar eru ætlaðar fyrir slíður eða myndræmur og eru svo ljósmiklar, að ekki þarf að myrkva.“ Hvar fást slíkar skuggantyndavélar hér? 1 bókinni úir og grúir af vafasömum fullyrðingum af svipuðu tæi. Nú ræðir höfundur urn hina „hefðbundnu kennslu" og skreytir síður bókarinnar með meðfylgjandi blómum. Á bls. 89—91 ræðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.