Menntamál - 01.12.1969, Qupperneq 104
310
MENNTAMÁL
eiga erfitt nteð að setja sig í spor barna, hvað Iítið er um ævintýri
í barnabókum.
Þegar börnin vaxa, verða 10—11 ára, breytist mjög smekkur þeirra
fyrir lesefni. Þá er til mikið af lesefni, bæði þýddu og eltir innlenda
höfunda, við þeirra hæfi, sem náð hafa valdi á lestrinum. Nú er
það alltaf dálítiil hópur, sem ekki nær valdi á lestri á eðlilegum
tíma. — Fyrir þá vantar lesefni. Bækur fyrir þessi biirn þurfa að
vera af sama toga efnislega eins og það, sem bezt fellur í smekk
10—12 ára barna, eða jafnvel eldri nemenda, en málið verður að
vera einfalt og létt, orðaforði tiltölulega lítill, en tíðni orða mikil.
Um leið og ég þakka bækurnar „Það er leikur að lesa“, vildi ég
mega biðja höfunda þeirra að skrifa bækur lyrir þau treglæsu börn
og unglinga, sem ég minntist á hér að framan.
Myndir Baltasars í bókunum eru líflegar og geðþekkar og veita
börnunum ánægju.
Pappír er góður í bókunum, en bandið lítur ekki út íyrir að vera
endingargott.
Magnús Magnússon.
SKRIFBÓK.
Höf.: Marinó L. Stefánsson.
Utg.: Ríkisútgáfa námsbóka.
Þeir munu nokkkuð margir, sem þykir það ekki stór atburður,
þótt út sé gefin skrifbók handa börnum. Kennarar og foreldrar
hljóta þó ávallt að fagna því, þegnr út eru gefnar bækur, sem orðið
geta börnum og unglingum til nokkurs þroska.
Því hefur verið haldið fram, að á fáum sviðunt sé íslenzkri mennt
jafn áfátt og í skriftarkennslu og skrilt. Það er kunn staðreynd, að
ljótri og ófullkominni skrift lylgir röng stafsetning í ríkunt mæli.
Krubbuleg stafagerð gefur óljósa orðmynd, sem erfitt er að halda í
minni. Hún hefur einnig neikvæð áhrif á allan frágang verkefna í
skóla og síðar á störf í þjóðlífinu. Hafa menn leitt að því huga,
hvað slæm skrift og ljótur frágangur getur haft víðtæk áhrif á iðn-
væðingu þjóðar, og hversu mikið uppeldi lil vandvirkni og smekk-
vísi felst i fögrum pennadráttum? Jónas Þorbergsson, fyrrv. útvarps-
stjóri, skrifar í bækling sinn Brotalöm íslenzkra sögutengsla eflir-
farandi kafla um skrilt og skriftarkennslu í íslenzkum skólum: