Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 7

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 7
s|íkar áætlanir sem þú, Eva, — og framkvæmt þær. í raun- 'nni hef ég alltaf óskaö þess að gifta mig fyrst. Hjúkrun er dásamlegt fórnarstarf, en ég valdi það aðeins til þess að tryggja mér atvinnu um stundarsakir. Nú á dögum þurfa helzt allir að tryggja sér einhver starfsréttindi, — tryggja ser eitthvert gagnlegt og ánægjulegt starf. En fyrst og fremst hefur mig alltaf langað til að gifta mig og verða ^óðir barnanna minna. Um það hefur mig alltaf dreymt frá því að ég var lítil telpa. En einhver ákveðin áætlun ...“ .,Já, þú getur vissulega gert þér ákveðna áætlun," tók fram í, ... ,,þó að tvo þurfi jafnan um það, að barn verði til. Amma mín sagði alltaf, þegar um þessi mál var r®tt, að konan væri traustasti grunnur heimilisins. Það er hún, sem á að verða móðir og vakir yfir vöggu barnanna °9 uppeldi þeirra öllum öðrum fremur. Sú stúlka, sem ætlar að verða móðir, þarf vissulega að undirbúa sig vel. Og þú skalt bara byrja strax.“ Og nú tók Eva að sýna okkur fram á, að sjálfsagt væri, a3 ungar stúlkur byrjuðu snemma að leggja mikla rækt við k'kamlega og andlega heilsu sina, svo að þær gætu seinna orðið hamingjusamar og átt ríkan þátt I því að skapa farsæl heimili íyrir eiginmenn sína og börn. Það var svo 9aman að hlusta á hana, að við gátum tæpast gert okkur 9rein fyrir því að lokum, hvort hún ætti heldur að verða kennslukona, sem tæki að sér uppeldi fósturbarna, eða góð °9 göfug eiginkona og móðir í samræmi við hugsjón eldri kynslóðarinnar. Já, þannig voru nú viðhorf Evu og Ásu um þessar mundir. Sjálf dró ég víst fremur taum Ásu, og það gera lika vafa- !aust flestar ungar stúlkur. Reynsla kvenlæknisins. Kvöld eitt vorum við allar þriár i heimsókn hjá rosknum kvenlækni. Hún hafði sína eigin lækningastofu í hjarta Oslóarborgar, og meðal viðskiptavina hennar voru margar u°gar stúlkur, sem lent höfðu út á hálan ís í lífinu, i ýmsum efnum. Þetta voru ungar stúlkur frá öllum landshlutum og frá alls konar heimilum, — frá þeim fátækustu til hinna auðugustu. Við vorum næstum eingöngu áheyrendur allt þetta kvöld. Vinkona okkar, læknirinn, hafði svo margt og furðulegt að £egja frá skuggahliðum lífsins. Margar þessara ungu stúlkna höfðu fengið hættulega sjúkdóma. Aðrar höfðu komið til hennar, óhamingjusamar og bugaðar, af því að þær áttu barn í vændum og þorðu ekki að segja þær fregnir heima. Oft hafði vinkonu okkar tekizt að hjálpa þessum ungu stúlkum, en myndin, sem hún dró upp fyrir okkur af Þeim, var næstum undan'.ekningarlaust mjög óhugnanleg °g sorgleg. ,,En hvernig í ósköpunum stendur á því, að þær skuli hætta sér út í ævintýri, sem lýkur á svo hörmulegan hátt?“ sagði Ása. ,,Ó, vina min góð,“ sagði læknirinn. ,,í fyrstu mun þar dftast vera um að ræða hugsunarleysi, hégómaskap og *vintýralöngun. En margt fleira kemur þar einnig til greina, eins og til dæmis erfiður fjárhagur og léleg húsakynni. Og öllum þessum ungu stúlkum finnst eftirsóknarvert að eiga einn eða fleiri kunningja, sem bjóða þeim á bíó eða í veitingahús o. s. frv.“ ,,En það er nú löng leið frá því og til slíkra harmleikja, sem þú hefur nú sagt okkur frá,“ tók Eva fram í. Þá tók læknirinn aftur til máls og mælti þessi alvöru- þrungnu orð: „Margar af þessum vesalings stúlkum eru teymdar út í þessar torfærur og alla þessa óhamingju meS aðjtoð áfeng- isins. Ef til vill hefur það aðeins verið eitt „lítið, saklaust staup.“ En það hefur samt verið nóg til þess að deyfa dómgreind þeirra og sjálfsgagnrýni. Og svo fylgir oft annað glas á eftir, — og þá er voðinn vis. Þá getur það ólikleg- asta gerzt. Oft eru þessar ungu stúlkur örvaðar til drykkju, aðeins til þess að gera þær vanmáttugri og varnarlausari. Þá sljóvgast þær oft svo mjög, að þær vita ekkert hvað þær gera. Ef til vill fór hún Anna litla á dansleik eitt laugardags- kvöld með pilti, sem hún þekkti lítt eða ekki, aðeins til að skemmta sér stutta stund. Ef til vill fór hún með honum á veitingahús af hreinni tilviljun, — eða kannski í lítið samkvæmi í heimahúsum með nokkrum eldri skólafélögum. En afleipingar kvöldsins urðu afar sorglegar. Venjulegast urðu kvöldin fleiri, og að lokum fór svo, að hún sárskamm- aðist sfn fyrir líferni sitt og háttalag allt. Fleiri og fleiri komust að framferði hennar, og henni varð Ijóst, er tímar liðu, að enginn virti hana neins og líf hennar var í rauninni glatað. Nú birtust henni ekki lengur glæsilegir framtíðar- draumar, eins og oft fyrr. Nú hafði hún einskis að vænta af lífinu, fram undan var aðeins grár og skuggalegur ömur- leiki með lítils háttar tilbrigðum öðru hverju. Harmleikir sem þessir eru alltaf að gerast einhvers staðar meðal þjóðar okkar og um allan heim.“ Það varð þögn um stund, en síðan bætti læknirinn við: „Þið eruð ungar og eigið allt lífið fram undan. Þið hafið hér mikilvægt verk að vinna. Þið ættuð að reyna að gefa þessum ungu stúlkum önnur og meiri verðmæti að keppa að og lifa fyrir. Og í rauninni ættum við, konurnar, að taka allar höndum saman um að hafna áfenginu. Og ég vil endur- taka við ykkur að lokum og brýna fyrir ykkur, að fyrsta áfengisstaupið á mjög oft sök á því, að ung stúika lendir á glapstigum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.