Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 41

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 41
Starfsfræðsla í skólum tarfsfræðsla i skólum er meir og meir að ryðja sér til rúms í skól- um gagnfræðastigsins og virðist gefa góða raun. Af skólum hér ' Reykjavik má t. d. nefna Vogaskóla, Hagaskóla og Lindargötuskólann, en allir l)essir skólar hafa sent nemendur sína á ymsa vinnustaði í stuttan tima til þess að kynnast því starfi, er þar fer fram. Til l'ess að skýra þetta nánar, skal hér tekin Upp grein úr Morgunhlaðinu, sem að visu er tveggja ára gömul, en Jjar segir svo: Starfsfræðslan að verða ein aðalgreinin Vogaskólinn liefur stóraukið kennslu í ^élagsfræði og starfsfræðslu siðustu árin °S er hún kennd i öllum hekkjum, nema landsprófsdeild. Er hún kennd bóklega og nieð fyrirlestrum þar til i fjórða bekk. f>á eru vikulega teknir þrir samliggjandi fihiar i hana og farið í heimsókn til ým- issa fyrirtækja. Hefur Sláturfélag Suður- iands t. d. verið heimsótt, Mjólkurstöðin, iiafha o. fl. Einn dag i haust var farið UPP á Akranes og þar kynntust nemendur starfsemi Sementsverksmiðjunnar og fyr- ntækja Haraldar Böðvarssonar, minjasafn- var skoðað og saga staðarins rakin. í tyrrahaust fóru fjórðubekkingar til Sel- f<)ss, skoðuðu staðinn og kvnntu sér fyrir- tieki og stofnanir í þorpinu og einnig til- raunabú i nágrenninu. í fyrra var svo fyrsta vettvangsvikan og gaf hún mjög Bóða raun. Strax á haustin gera nemendur óskalista °K skrifa hvaða grein þeir hafa áhuga á a® kynna sér í vettvangsvikunni. Þegar listinn er kominn, snýr kennarinn sér til f.Vrirtækja og stofnana og skipuleggur vik- Una. ~~ Fyrirtæki og stofnanir hafa sýnt þessu ^■kinn skilning og tekið vel á móti ungl- ingunum, sagði Sveinbjörn Finnsson kenn- ari. Tóku nú 50—60 fyrirtæki við nemend- um, en þeir eru ails um 130. Er reynslan frá þvi i fyrra sú, að þegar gagnfræðaprófi var lokið, fóru margir í vinnu á þá staði sem þeir höfðu verið vettvangsvikuna. Gildi hennar er því margþætt. Nemendur fá tækifæri til að kynnast betur þeim greinum, sem þeir hafa áhuga á, og kom- ist þeir að raun um að starfið hæfi þeim, fá þeir aukinn áliuga og segja: þetta ætla ég að leggja fyrir mig. Komist þeir að raun um, að starfið er ekki eins og þeir héldu að það væri, þá eyða þeir ekki meiri iima í það og geta snúið sér að einhverju öðru að námi loknu. í þriðja lagi kemur það sér vel fyrir vinnuveitendur að kynn- ast unglingum, sem eru að koma á vinnu- markaðinn. Er þetta því beggja hagur, nemendanna og vinnuveitenda. Það starf, sem flestir hafa áhuga á, er hjúkrun og ljósmóðurstörf, enda voru 20 stúlkur á Landspitalanum að kynna sér þau störf. Næst kom hópurinn, sem vildi kynna sér fóstrustörf, það voru 12 stúlkur. Hinir höfðu hug á ýmsum öðrum greinum: margvíslegum iðngreinum, störfum i sam- bandi við flug, hárgreiðslu, snyrtingu, blaðamennsku, skrifstofustörf, landbúnað o. fl. Óskuðu t. d. tvær stúlkur cftir að kynna sér sveitastörf og dvöldust á sveita- býlum vettvangsvikuna. Stimpla sig inn eins og aðrir starfsmenn A Húsgagnavinnustofu Ingvars og Gylfa voru tveir Vogaskólapiltar önnum kafnir við að pússa viðarplötur. Þeir mættu kl. 8 alla vikuna, stimpluðu sig inn eins og aðrir starfsmenn og unnu jafnlangan vinnudag og ])eir. -— Við höfum verið að lakkbera palisand- ersþiljur, oiíubera eldhúsinnréttingar og Helgi V. Jóhannsson þekkti ekkert til húsgagnasmíði. fleira, sagði annar þeirra, Helgi V. Jó- hannsson. Ég hef aldrei unnið á húsgagna- verkstæði áður, svo að þetta er nýtt fyrir mig. — Hefurðu hugsað þér að leggja þetta fyrir þig? — Ég er nú ekki alveg viss ennþá. En ég held nú samt ég reyni að fara út í þetta. — Það er mjög gott fyrir verkstæðin að taka skólapilta, eins og við liöfum gert nú, sagði annar eigandi verkstæðisins, Ingvar Þorsteinsson. Við tókum tvo nem- endur í fjrrra, og að loknu gagnfræða- prófi kom annar til okkar í læri. Aðsókn- in að húsgagnasmíði er mikil, og af hverj- um 20 strákum, sem koma og hiðja um vinnu, getum við kannski tekið einn. Og það er mjög mikils virði að þekkja eitt- hvað til þess stráks, sem maður tekur, en eftir vikuna er maður búinn að sjá, hvort hann er áhugasamur og stendur sig. Svar við þraut á bls. 39. Ekkert handfang er á hjólinu, sem hringekjumaðurinn stend- ur við. Einn bílanna á pallinum snýr öfugt. Enginn reykháfur er á járnbrautarlestinni, sem drengurinn situr í. Jeppinn er með reiðhjólsstýri og aðeins eina framlugt. Pípan snýr öfugt hjá manninum, sem horfir á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.