Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 33

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 33
 Hvað er vísindamaður? Kennedyhöföa í Florida sitja tveir menn í eftirlitsturni; þeir fylgjast af miklum áhuga með, hvernig geim- /B flaug hefst á loft. — í Suður-Ameríku bograr ung stúlka í hálfdimmri jarðholu; hún sópar gætilega þúsund ára gömlu jarðlagi ofan af gulnaðri hauskúpu af mannveru. — i rannsóknarstofu í New Vork er maður í hvítum siopp, sem heldur föstu taki um höfuð eiturslöngu, af mikilli lagni kreistir hann eitur úr eiturtönn- um slöngunnar ofan í tilraunaglas. Eru þetta aðalsöguhetjur I spennandi reyfarasögu? Nei, þetta er fólk hins daglega lífs. — Vísindamenn. Sérhver þeirra er að leita að staðreyndum, sem gætu orðið til þess að varpa Ijósi þekkingar yfir ýmislegt, sem mönnum er annars hulin ráðgáta. Vísindalegar rannsóknir eru samvizkusamleg og skipulögð leit að staðreyndum og hárnákvæmt skipulag þeirra á heildarsamsetningu hlutanna. Með tilraunum og athugunum reyna þeir að fá svör við spurningum sínum, reyna að leysa vandamálin. Sjaldan eru mikilvægar uppfinningar gerðar af tilviljun. í flestum tilvikum eru þær árangur af skipulagðrl leit og tilraunum, sem krefjast mikillar þolinmæði. Vísindamenn hafa að sjálfsögðu mismunandi vinnuaðferðir, en nær undantekningarlaust fylgja þeir hinni svokölluðu „visindalegu aðferð“, sem byggist á því grundvallaratriði að útiloka fyrirfram áður gerðar ályktanir og hleypidóma. Þeir byrja á þvi að kynna sér árangur fyrri rannsókna og tilrauna, og sannprófa það sjálfir á viðfangsefninu. Er vísindamaðurinn hefur staðfest þær staðreyndir, sem fyrir ligja, gerir hann sér „hugmynd" eða skoðun um sam- setningu verkefnisins, og hvernig skynsamlegast sé að leita skýringar á eðli þess. Síðan eru hafnar tilraunir, þ. e. marg- slungnar aðferðir til þess að komast að raun um, hvort „hugmyndin" sé rétt eða röng. Oft kemur það fyrir, að hún fellur ekkl að ýmsum eiginleikum verkefnisins og er því röng. Takist hins vegar að fá óyggjandi sönnun fyrir þvi, að „hugmyndin" hafi staðizt allar tilraunir, verður árangurinn að sannprófast af fjölda annarra vísindamanna, áður en hún er viðurkennd sem rökrétt fræðileg staðreynd. Nú á dögum er það ekki á færi nokkurs vísindamanns að hafa þekkingu á öllum fræðigreinum. Til þess eru þær orðnar alltof margar og verða æ margbrotnari og flóknari með hverju ári. Hver vísindamaður vinnur þvi að mestu á af- mörkuðu sviði, sem hann sérhæfir sig í. Jarðfræðin er vísindagrein um uppbyggingu, tilveru og samsetningu jarðar okkar. Líffræðin fjallar um allt sem llfir, dýrafræði um þekkingu á dýrum, grasafræði um þekkinguna á jurtum og lífeðlisfræðin um innri byggingu lífveranna með hliðargreinum sínum: læknisfræði og sýklafræði. Stjörnufræðingurinn rannsakar hreyfingar himinhnatta, efnafræðingurinn rannsakar úr hvaða efnum veröld okkar er samsett og allar þær margbrotnu breytingar, sem sífellt eiga sér stað í efninu. Eðlisfræðingurinn rannsakar samhengið milli orku og efnis og fyrirbrigði tengd þeim, eins og hita, Ijós, hljóð, rafmagn o. fl. Og loks má nefna stærðfræðina, vísindagrein talnanna, sem notuð er í nær öllum öðrum vísindagreinum til þess að mæla, vega, telja eða til stuðnings við lausn margvislegra annarra vandamála. Vísindamaður, sem einbeitir sér að því verkefni t. d. að rannsaka aldur jarðar, nefnist jarðeðlisfræðingur. Annar, sem eingöngu helgar sig rannsóknum á vírusum, sem valda ýmsum sjúkdómum, nefnist vírusfræðingur. Þannig mætti nefna tylftir sérvísindagreina, og sífellt koma nýjar fram á sjónarsviðið. Á sérhverju sviði visindanna eru menn, sem skara fram úr öðrum, að rannsóknarstörfum, sem hafa ómetanleg áhrif á sögu mannkynsins. Hér verður nú sagt frá nokkrum frægustu vísindamönnum veraldarinnar. Að sjálfsögðu eru margfalt fleiri, sem hafa unnið þýðlngarmikil víslndaafrek á við þau, sem hér greinir. Vonandi geta þessar frásagnir orðið til þess að vekja áhuga á því að kynna sér frekar störf þessara manna. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.