Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 9

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 9
Lága kirkjan undir Lómagnúpi ngir lesendur Æskunnar og aSrir ibúar Stór- Reykjavíkur hafa daglega fyrir augum eitt af hæstu mannvirkjum landsins. Það er turn Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð. Hér birtist mynd af einum minnsta helgidómi °kkar íslendinga — bænahúsinu á Núpsstað í Fljótshverfi * Vestur-Skaftafellssýslu. Það er ekki nema 180 cm undir ■oft, rúmlega 5 m á lengd og 2 á breidd. Veggir þess, sem hlaðnir eru úr grjóti og torfi, eru um 2,5 m á þykkt, þakið er hellulagt og tyrft, sprottið grænu grasi hvert sumar, en stórvaxnar hvannir rísa upp úr þekjunni og með fram Ve9gjunum. Að framan rís stafninn með bikuðu þili og hvítum vind- skeiðum. Að baki er hálfþil. Á því er gluggi yfir altari. Þetta er fagurt hús í smæð sinni og fullkomnu samræmi vlð umhverfið. Kringum það er grafreiturinn, girtur lágum, hlöðnum garði, fyrir ofan blómabrekkur, sums staðar skógi vaxnar upp að margbreytilegum klettanípum. i austri rís Lómanúpur í ólýsanlegri tign með bláar bergþiljur, 660 m hár, hæsta standberg á íslandi, sem ekki gengur í sjó fram. Kirkja var á Núpsstað strax í öndverðri kristni. Er henn- ar getið í kirknatali Páls biskups frá því um 1200. Þar var lítil sókn, aðeins tveir bæir — Núpsstaður og Rauða- berg. Þegar timar liðu fram, þótti sérstök kirkja óþörf í svo sára mannfáu plássi. Var hún því niðurlögð og sóknin lögð til Kálfafells svo sem er enn í dag. Nú skyldi kirkjan ofan tekin samkvæmt konunglegri tilskipun frá 15. maí 1765, og prófasturinn segist hafa það ,,í áformi nær klakann upp leysir að láta rífa kirkjuna og selja svo viðinn eftir sinni virðingu." En það varð aldrei neitt úr þessu kirkjurofi hvað sem valdið hefur. En guðsþjónustur voru þar niður lagðar. Þó messaði sr. Jón Steingrímsson þar einu sinni í Skaftár- eldum svo sem lesa má í Eldriti hans. Og alveg fram undir siðustu aldamót voru haldnir þar aftansöngvar á gamlárskvöld. Annars var kirkjan notuð fyrir geymslu. En Hannes á Núpsstað hélt henni við af óbrigðulli tryggð og ræktarsemi við þennan forna helgidóm. Svo kom að því, að hún var endurbyggð og færð í sitt fyrra form sem bænhús. Það var gert á kostnað Þjóðminja- safnsins, enda er bænhúsið síðan í ábyrgð og vörzlu þess. Fór endurvígsla þess fram 3. september 1960 að mörgum viðstöddum. Þar sagði Gísli Gestsson safnvörður sögu Núpsstaðarkirkju, en Fljótshverfingar gengu hljóðir í þenn- an forna helgidóm þar sem fólkið í sveitinni þeirra hafði tilbeðið Guð um aldaraðir. Gísli Brynjólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.