Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 37

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 37
Stjörnumerkin Egyptar hinir fornu skiptu árinu í fjórar árs- tíðir. Þeir tóku eftir þvi, að um vissan tima á hverju ári bar sólina í ákveðnar stjörnur. Þeir skiptu þá hverri árstíð í þrennt, eftir stjörnunum, og árinu í 12 „íbúðir" sólarinnar eða dvalarstaði. — Og þessa dvalarstaði nefndu þeir svo eftir því, sem gerðist í bú- skap þeirra á hverjum tima. Á vorin endurvekur sólin allt líf á jörðinni og veitir henni öll gæði. Nú þótti Egyptum vænst um kindur, kýr og geitur í búskap sin- um. Og til þess að lýsa sem þezt gæðum vorsins og skapandi krafti, kenndu þeir vor- mánuðina þrjá við þessar skepnur. Þegar sól- in var í fyrsta dvalarstaðnum, stóð sauðburður hjá þeim sem hæst, og þess vegna kenndu þelr hann við sauðfé, og einkennl hans var hrútur. Næsta dvalarstað kenndu þeir við naut- gripi, og einkenni hans var naut. Þriðja dvalar- stað helguðu þeir geitfé, og vegna þess að geitur eiga jafnaðarlega tvo kiðlinga varð ein- kenni þessa stjörnumerkis tvíburar, en Grikk- ir breyttu þeim seinna í Castor og Pollux. Um sumarsólhvörf hættir sólin norðurleið sinni og heldur aftur á bak suður á bóginn, og Egyptar einkenndu því það stjörnumerki með krabba, vegna þess að krabbinn gengur aftur á bak. Svo kemur mesti sumarhitinn, þegar geisl- ar sólarinnar eru sterkastir, og stjörnumerkið, sem hún var þá í, nefndu þeir eftir því sterk- asta dýri, sem þeir þekktu, en það var Ijónið. Undir næsta stjörnumerki fór uppskeran fram, og þeir einkenndu það með stúlku, sem vinn- ur að uppskeru og er með kornöx í fanginu. Var það þá venja (sbr. söguna um Rut í Gamla testamentinu) að stúlkur gengu á akra og tíndu upp kornöx, sem slæðzt höfðu eða orðið eftir. — Þegar sólin er í næsta stjörnu- merki, eru jafndægur, og það einkenndu Egyptar með metaskálum í jafnvægi (vogin). En er haustið nálgaðist, geisuðu oft farsóttir, og því gáfu þeir þvi stjörnumerki skorpíons- einkenni (sporðdrekinn); skorpioninn hefur eitrað horn á halanum. Næst kemur bogmannsmerkið; það táknar það, að þá var veiðitíminn. — Grikkir breyttu bogmanninum í Kentár. Stjörnumerkið við vetrarsólhvörf, þegar sól- in hækkar aftur göngu sína, einkenndu Egypt- ar með steingeit, en það er eðli hennar að klifa ( björg til að leita sér fæðu, og hún hoppar hærra og hærra, stall af stalli, þangað til hún er komin upp á hæsta tind. Vatnsber- inn er ímynd regns og snjóa, sem fylgja næsta „dvalarstað" sólarinnar, og Fiskarnir tákna það að undir þvi stjörnumerki byrjuðu fiskveið- arnar, „vertíðin". JÚLÍ: Þeir, sem fæddir eru í þess- um mánuði, hafa ekki sér til ágætls vitsmuni eða hyggindi, en álíta sig samt sem áður mjög lærða, og ekki er hægt að móðga þá freklegar en efast um það. Ef einhver gerir það, ná þelr ekki upp í nefið á sér fyrir reiði. I drengskaparmálum eru þeir mjög aðsjálir og hafa andstyggð á kjarklausum mönn- um. Konur, sem fæddar eru í þessum mánuði, eru blíðar, hæ- verskar og athugular. ÁGÚST: Þeir, sem fæddir eru i þess- um mánuði, eru fallegir, blíð- lyndlr, elskulegir og alúðlegir, oft dálítið málugir, en það er bót í máli, að þeir hugsa mikið og tala þess vegna af dálitlu viti. Framtið þeirra er mjög björt. Þelr verða auðuglr og eiga miklu barnaláni að fagna. ☆ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.