Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 17

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 17
um nauðsyn póstþjónustu fyrir allan al- menning. Hlaut skipulagning slíkrar þjónustu að koma í hlut þjóðhöfð- ingja hvers lands, sem tóku sér smám saman einkaleyfi til reksturs póstþjón- ustu hver í sínu landi. Ástaeðurnar fyrir einkaleyfinu voru einkum tekjurnar, sem hafa mátti af þjónustunni, en konungar seldu gjarnan ákveðnum mönnum einka- réttinn til rekstrar póstþjónustunnar. Einnig skapaði einkarétturinn mögu- leika á ritskoðun. Enn í dag er það svo í öllum löndum, að rikið hefur einka- rétt á póstþjónuslunni, en nú er það ekki í gróðaskyni eða til ritskoðunar, heldur til þess að skapa öllum þjóðfé- lagsþegnum jafna þjónustu. Eftir því sem vegagerð fleygði fram og samgöngutaeki bötnuðu, varð póst- þjónustan betri. Samt var skipulag henn- ar fram eftir öldum þunglamalegt, burð- argjöld voru greidd eftir vegalengd, svo að gjaldskráin var flókin og innheimt- an þung í vöfum. Mjög var og takmörk- uð öll milliríkjasamvinna, sem gerði eríitt um vik að senda póst til útlanda. Árið 1840 verða þáttaskil í sögu póst- málanna, en þá er fyrsta frímerki í heim- inum gefið út í Bretlandi. Forsenda þess var nýskipan póstþjónustunnar í Bre'.landi á þá lund, að framvegis skyldi sama burðargjaid gilda um allt landið án tillits til þess, hve langt sendingin væri flutt. Skyldi burðargjaldið greitt fyrirfram með því að líma frímerki á sendinguna. Jafnframt var hægt að lækka burðargjöldin. Framhald. Skóarinn finnur gimstainana Kona skóarans fagnaði manni sínum vel, þegar hann kom heim. Hafði hún verið á dansleik, meðan hann var að heiman. Hún spurði, hvernig gengi með stjörnulistina. Hann lét illa yfir því og sagði, að hún væri nú liklega búin að koma sér i þá klípu, sem henni líkaði, því að hann yrði nú sjálfsagt tekinn af lifi að þremur dögum liðnum. Siðan sagði hann henni allt hið sanna um það, er fyrir hann var lagt. Hún sagði, að hann skyldi ekki láta það á sér festa og kvað vel mundi úr því rætast. Var hún nú hin blíðasta og sváfu þau til morguns. Leið svo, unz liðnir voru tveir dagar; var þá hjartað komið neðarlega í skóaranum. Árla þriðja dags var klappað hægt á dyrnar hans. Hann gekk út, og var þar þá kominn gamall maður. Sá féll honum til fóta og sagðist kominn þar til þess að friðmælast við hann. „Ég veit vel,“ sagði hann, „að þú ert búinn að kom- ast að því, að það var ég, sem tók gimsteina herramannsins, og ég er kom- Sá féll honum til fóta. inn til þess að biðja þig auðmjúklega vægðar og hylmingar á þessu." „Já,“ sagði skóarinn, „ég vissi vel, að þú stalst gimsteinunum, en ég þegl ekki fyrir ekkert, eða ertu þjónn herra- mannsins?" Komumaður játar því. Síðan þreifar hann í vasa sinn, tekur þar upp gim- steinana og fær skóaranum þá og ærið gjald með fyrir þögnina og fer síðan. Skóarinn sýnir nú konu sinni gim- steinana og segir, hvernig fór. „Hana, sjáðu nú til!“ segir hún. „Svona fer það, lánið eltir okkur. Þetta sagði ég, það er ekki ónýtt að vera stjörnuspek- ingur, eða sýnist þér það?" Skóarinn færði nú herramanninum gimsteinana og kvaðst þungan reikning leyst hafa, áður en hann næði þeim, og þættlst hann vel hafa unnið til launanna. Herra- maðurinn kvað það satt vera, taldi fram gjald mikið og hrósaði honum mikillega. Ekki sagði skóarinn, hver tekið hefði gimsteinana. Fór hann síðan heim, og varð kona hans heldur en ekki hróðug yfir peningunum og hélt hún fengl sér nú nýjan kjól. Skóarinn bað hana að eyða ekki peningunum til óþarfa. Hún hélt hún færi varla að ganga í gömlum kjól á dansleikjum, þegar hún væri orð- in stjörnuspekingsfrú, enda myndi hann ekki verða lengi að afla annars eins, því að skyldi hann fara enn og úthrópa sig sem stjörnuspeking í kaupstaðnum, er þar var nærri. Æ, hann hélt bezt að hætta sér ekki lengra. En hún hætti ekki fyrr en hann lofaðl að halda áfram. Framhald. Póstþjónustan á rætur sínar að rekja aftur í gráa forneskju. Keisarar hinna fornu heimsvelda í Austurlöndum þurftu að koma boðum um hin víðlendu ríki sín til landstjóra sinna og skattheimtu- manna. Höfðu þeir því sérstaka sendi- boða i förum, sem fóru dagleið í senn, milli sérstakra viðkomustaða, þar sem þeir og hestar þeirra hvíldust, en nýr sendiboði tók við póstinum og hélt áfram, eins og í boðhlaupi. Mun Kyros Persakeisari fyrstur hafa skipulagt póst- þjónustu í þessari mynd. í Rómaveldi hinu forna var og mjög fullkomin póst- þjónusta á þeirra tíma mælikvarða. Á miðöldum héldu kaupmenn og háskólar uppi póstþjónustu fyrir sinn eigin póst. Þrátt fyrir þetta var það ekki fyrr en á 16. öld, að raddir tóku að heyrast 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.