Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 63

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 63
’Ý Rétt mátuleg laun inu sinni var kóngur í ríki sínu, og eitt sinn, þegar hann var að aka um höfuðborgina í vagninum sínum, þá týndi hann dýrmætum hring, sem hann bar á hendi sér. Hann sendi kallara sína út á aðaltorgið. Þar lét hann heita háum verðlaunum þeim, er kæmi með hringinn. Blá- fátækur hermaður var svo heppinn að finna hringinn. „Hvað á ég nú að gera?" hugsaði hermaðurinn. „Ef ég tilkynni fund minn fyrir liðþjálfanum, þá verður þetta til- kynnt herforingjunum og allir þessir yfirmenn munu hirða öll verðlaunin, svo að ekkert verður eftir handa mér. Það er bezt, að ég fari sjálfur til kóngsins." Hann komst til hallarinnar. Yfirmaður varðmannanna spurði hann, hvað hann væri að vilja hér. „Ég hef fundið hring, kóngsins," sagði hermaðurinn. „Það er gott, félagi," sagði yfirmaður varðliðanna. „Ég skal tilkynna kónginum þetta, en aðeins með einu skilyrði og það er, að ég fái helminginn af verð- laununum, sem kóngurinn gefur þér.“ „Bölvaður hrappurinn," hugsaði hermaðurinn með sér. „I þetta eina sinn, sem gæfan hefur virkilega brosað við mér, þá ætlar þetta yfirmannssvín að ræna mig.“ Hann hugsaði sig um og sagði svo við yfirmanninn: „Allt í lagi, ég samþykki þetta, en gefðu mér það skriflegt, að þú takir aðeins helminginn af verðlaununum, en hinn helminginn eigi ég.“ Foringi varðliðanna gerði þetta. Svo tilkynnti foringinn komu hermannsins fyrir kónginum, og kóngurinn hrósaði hermanninum fyrir að hafa fundið hringinn. Svo sagði kóngurinn: „Hrausti hermaður, ég ætla að gefa þér 2000 rúblur f fundarlaun.“ „Nei, yðar hátign, svona lagað er ekki verðlaun fyrir hermann, heldur á hermaður að fá svo sem 200 svipuhögg i verðlaun." „Þú ert nú líklega hálfgerður asni, góði minn,” sagði kóngur, en skipaði samt, að komið skyldi með sterkan písk. Hermaðurinn byrjaði að afklæðast og hneppti frá sér her- mannsjakkanum, en þá féll pappírsblað á gólfið. „Hvaða skjal er nú þetta?“ spurði kóngurinn. „Yðar hátign, það er samningur um það, að ég skuli aðeins fá helminginn af verðlaununum, en hinn helminginn eigi foringi varðliða yðar hér í höllinni. Kóngur skellihló, lét kalla foringja varðliðanna fyrir sig og skipaði, að honum væru gefin 100 væn vandarhögg. Þetta var vandlega framkvæmt, en þegar átti að fara að telja 10 síðustu höggin, gekk hermaðurinn til konungs og sagði: „Yðar hátign, þar sem foringinn er svona ágjarn, þá vil ég gefa honum minn part af verðlaununum líka.“ „Ja, þú ert góður maður, alveg að mínu skapi,“ sagði konungurinn. Og hann skipaði, að foringinn skyldi einnig fá seinni helming verðlaunanna. Foringinn fékk nú önnur 100 vel útilátin högg með pískinum. Eftir þessa verðlauna- veitingu gat foringinn varla skriðið heim til sín. Hann skreið burt á fjórum fótum. Konungurinn leysti hermanninn með sóma úr hernum og heiðraði hann með 3000 rúblum. Þorvarður Magnússon þýddi. I vetur ég kaupimér skidi og skauta og skunda í leiki þóúti sé hret. Svo er þad reidhjól.fidla og flauta •g fylli því baukinn svo ört sem ég get.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.