Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 30

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 30
Kort af Pýreneaskaga og umhverfi hans. 1. Pýreneaskagi er stærstur og vestast- ur skaganna þriggja, sem ganga suður úr Evrópu. Hann dregur nafn af fjöllun- um, sem skilja skagann frá Frakkiandi. Á Pýreneaskaga eru tvö ríki, Spánn og Portúgai. Spánn nær yfir 5/6 hluta skagans. Stærð hans er um 500.000 knrp. og er hann annað stærsta land i Evrópu. Að skaganum liggja Frakkland og Biskajaflói að norðan, Miðjarðarhaf að austan og sunnan, og Atlantshaf að vest- an. Spánn er hálent land, og undirlendi er lítið víðast hvar við ströndina. Spán- arhásléttan tekur yfir meginhluta lands- ins. Nokkrir fjallgarðar rísa yfir aðal- hálendið. Mestir þeirra eru Pýreneafjöll, Sierra Morena og Sierra Nevada (Snæ- fjöll). Andalúsia er stærsta lágslétta lands- Ins. Um hana fellur áin Guadalqulvlr. Aðrar stærstu árnar eru Dúeró, Tajó og Ebró. 2. Spánn er víða frjósamt land. Við strönd Miðjarðarhafs eru margar smá- sléttur myndaðar af árframburði. Spán- verjar kalla þær huertas, sem merkir garðar, enda er þar víðast hvar hver ferþumlungur ræktaður. Á þessum frjó- sömu sléttum er ræktað feikimikið af 3. Höfuðborg Spánar er Madrid, og er íbúatala hennar nú rétt um þrjár millj- ónir. Hún er hærra yflr sjó en nokkur önnur höfuðborg Evrópu eða 2.400 fet. Hún stendur miðsvæðis i strjálbýlasta og hrjóstrugasta hluta landsins, en er samt nýtízkuleg borg og mlkil sam- göngumiðstöð og öflugur tengiliður milli fjarlægra og ólíkra landshluta. Á 4. Spánverjar eru þekktir fyrir að vera glaðir og léttir í lund. ( öllum borgum og bæjum landsins eru leikvangar, Þar sem nautaat getur farið fram. Það er eftirlætisíþrótt þeirra og skemmtun. Spánverjar eru ólikir að uppruna og hafa stundum átt í deilum innbyrðis af þeim sökum. Norður í landi bi>a Baskar og tala eigin tungu. Þeir eru taldir afkomendur frumbyggja Pýrenea- skaga. Snemma á 8. öld komu Arabar, sem suðrænum ávöxtum, vínberjum og margs konar grænmeti. Þarna er meðalhiti árs- ins um 20 stig, eða um það bil helm- ingi meiri en í heitasta mánuðinum hér heima á íslandi. Hveitl er algengasta korntegundin. Helztu ávaxtategundirn- ar eru þessar: Appelsínur (ýmsar teg- undir), sítrónur, bananar, aprikósur og oiífur, og útflutningur þeirra allra er mjög mikill. Þó munu olífurnar gefa þjóð- inni mestar gjaldeyristekjur, því að oli- an, sem unnin er úr þeim, er mjög dýr. Myndin sýnir, hvernig olífur eru nú pressaðar í nýtízku tækjum. Aðrar út- flutningsvörur eru einkum þessar: Salt, korkur, tómatar, áfengi. Helztu verð- mæli, sem grafin eru úr jörð, eru: Járn, kol, kopar, zink og blý. hásléttunnl er meginlandsloftslag rikj- andi, vegna þess hve áhrifa hafsins gset- ir þar lítið, — mjög heit sumur en kaldir vetur. Hins vegar er hlýtt úthafs- loftslag í héruðunum að norðvestan, en svonefnt Miðjarðarhaísloftslag við suð- austurströndina, — sumurin heit og þurr, en veturnir rakir og mildir. Aðrar helztu borgir á Spánl eru Barcelóna, Bilbaó, Valencia og Sevilla. Hún er stærsta borgin í Andalúsíu. Áin Guadalquivir er skipgeng upp til borg- arinnar. Á tímum hinna miklu landa- funda, sem Spánverjar eru frægir fyrir. var hún mikilvæg hafnar- og verzlurtar- borg. Þar eru því margar minjar um forna frægð. Myndin sýnir graníthöll mikla I ná- grenni Madrid, og er grunnflötur henn- ar 400.000 ferfet. Filipus II Spánarkon- ungur hóf byggingu hennar árið 1563, en henni var ekki að fullu lokið fýrr en árið 1584. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.