Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1971, Page 30

Æskan - 01.07.1971, Page 30
Kort af Pýreneaskaga og umhverfi hans. 1. Pýreneaskagi er stærstur og vestast- ur skaganna þriggja, sem ganga suður úr Evrópu. Hann dregur nafn af fjöllun- um, sem skilja skagann frá Frakkiandi. Á Pýreneaskaga eru tvö ríki, Spánn og Portúgai. Spánn nær yfir 5/6 hluta skagans. Stærð hans er um 500.000 knrp. og er hann annað stærsta land i Evrópu. Að skaganum liggja Frakkland og Biskajaflói að norðan, Miðjarðarhaf að austan og sunnan, og Atlantshaf að vest- an. Spánn er hálent land, og undirlendi er lítið víðast hvar við ströndina. Spán- arhásléttan tekur yfir meginhluta lands- ins. Nokkrir fjallgarðar rísa yfir aðal- hálendið. Mestir þeirra eru Pýreneafjöll, Sierra Morena og Sierra Nevada (Snæ- fjöll). Andalúsia er stærsta lágslétta lands- Ins. Um hana fellur áin Guadalqulvlr. Aðrar stærstu árnar eru Dúeró, Tajó og Ebró. 2. Spánn er víða frjósamt land. Við strönd Miðjarðarhafs eru margar smá- sléttur myndaðar af árframburði. Spán- verjar kalla þær huertas, sem merkir garðar, enda er þar víðast hvar hver ferþumlungur ræktaður. Á þessum frjó- sömu sléttum er ræktað feikimikið af 3. Höfuðborg Spánar er Madrid, og er íbúatala hennar nú rétt um þrjár millj- ónir. Hún er hærra yflr sjó en nokkur önnur höfuðborg Evrópu eða 2.400 fet. Hún stendur miðsvæðis i strjálbýlasta og hrjóstrugasta hluta landsins, en er samt nýtízkuleg borg og mlkil sam- göngumiðstöð og öflugur tengiliður milli fjarlægra og ólíkra landshluta. Á 4. Spánverjar eru þekktir fyrir að vera glaðir og léttir í lund. ( öllum borgum og bæjum landsins eru leikvangar, Þar sem nautaat getur farið fram. Það er eftirlætisíþrótt þeirra og skemmtun. Spánverjar eru ólikir að uppruna og hafa stundum átt í deilum innbyrðis af þeim sökum. Norður í landi bi>a Baskar og tala eigin tungu. Þeir eru taldir afkomendur frumbyggja Pýrenea- skaga. Snemma á 8. öld komu Arabar, sem suðrænum ávöxtum, vínberjum og margs konar grænmeti. Þarna er meðalhiti árs- ins um 20 stig, eða um það bil helm- ingi meiri en í heitasta mánuðinum hér heima á íslandi. Hveitl er algengasta korntegundin. Helztu ávaxtategundirn- ar eru þessar: Appelsínur (ýmsar teg- undir), sítrónur, bananar, aprikósur og oiífur, og útflutningur þeirra allra er mjög mikill. Þó munu olífurnar gefa þjóð- inni mestar gjaldeyristekjur, því að oli- an, sem unnin er úr þeim, er mjög dýr. Myndin sýnir, hvernig olífur eru nú pressaðar í nýtízku tækjum. Aðrar út- flutningsvörur eru einkum þessar: Salt, korkur, tómatar, áfengi. Helztu verð- mæli, sem grafin eru úr jörð, eru: Járn, kol, kopar, zink og blý. hásléttunnl er meginlandsloftslag rikj- andi, vegna þess hve áhrifa hafsins gset- ir þar lítið, — mjög heit sumur en kaldir vetur. Hins vegar er hlýtt úthafs- loftslag í héruðunum að norðvestan, en svonefnt Miðjarðarhaísloftslag við suð- austurströndina, — sumurin heit og þurr, en veturnir rakir og mildir. Aðrar helztu borgir á Spánl eru Barcelóna, Bilbaó, Valencia og Sevilla. Hún er stærsta borgin í Andalúsíu. Áin Guadalquivir er skipgeng upp til borg- arinnar. Á tímum hinna miklu landa- funda, sem Spánverjar eru frægir fyrir. var hún mikilvæg hafnar- og verzlurtar- borg. Þar eru því margar minjar um forna frægð. Myndin sýnir graníthöll mikla I ná- grenni Madrid, og er grunnflötur henn- ar 400.000 ferfet. Filipus II Spánarkon- ungur hóf byggingu hennar árið 1563, en henni var ekki að fullu lokið fýrr en árið 1584. 30

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.