Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 14

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 14
/ PaS var einu sinni ofurlitill héri, sem aðeins hafði lifað eitt stutt sumar hér á jörðinni. Hann átti heima i birki- skóginum fagra í Sólvangi. Þessi héraangi var á vissan hátt dálítið skrítinn og öðruvísi en aðrir hérar. Og þegar maður er öðruvisi en aðrir, stendur sjaldan á þeim, sem segja yfirlætislega: „Hann er vissulega með lausa skrúfu, — hann er víst ekki með réttu ráði,“ — eða eitthvað þess háttar. En þeir, sem þetta segja, hafa oft og einatt alls ekki rétt fyrir sér, því að ósjaldan er sá sérkennilegi miklu hyggnari en hinir, sem hafa eðlilegt útlit. Hérinn litli var oft hljóður og hugsi. Hann hugsaði um fjarska margt, sem aðrir nenntu yfirleitt alls ekki að hugsa um. Svo leið senn að vetri, — fyrsta vetrinum i lífi hérans litla. Og allir litlu íkornarnir, rjúpurnar og hérarnir í birkiskóginum fagra í Sólvangi fóru smám saman að klæðast vetrarbúningi sinum. Þegar hérinn litli veitti því athygli, að hann fór að fella gráu og brúnu hárin sín og^á hvít í staðinn, varð hann fjarska hræddur og hrópaði: „Mamma! Mamma! Líttu bara á. Ég er að byrja að fá svo skrftin, hvft hár. Hvernig getur staðið á því?“ „Vertu bara rólegur, vinur, við verðum öll hvít, þegar vetrar," sagði móðir hans. „En hvers vegna verðum við það?" spurði hérinn litli. „Við fáum bara nýjan vetrarbúning, og þú verður að gera þér það að góðu eins og við hin,“ svaraði móðir hans. „Já, en mig langar mest til að vera í þeim búningi, sem ég á nú,“ sagði hérinn litli. „Ég kann svo vel við mig f honum, og svo er hann alveg hæfilega heitur. Það er alls ekki vist, að sá nýi verði eins hlýr og góður. Mér finnst hvfti liturinn svo kulda- legur!“ Móðir hans nagaði ákaft bjarkarbol og lét þann litla ekki trufla sig. „Heyrðu, mamma," sagði hérinn litli eftir nokkra stund. „Hver er það, sem gefur okkur nýjan vetrarbúning?" „Ég veit það ekki," svaraði móðir hans, „ég hef aldrei hugsað neitt um það.“ „Já, en ég hef hugsað um það,“ sagði hérinn litli. „Þú ættir ekki að vera að brjóta heilann um það,“ sagði móðir hans. „Það er miklu fyrirhafnarminna að hugsa ekki neitt. Og hviti vetrarklæðnaðurinn kemur af sjálfu sér, hvort sem þú hugsar eða ekki.“ „Já, en hugsanirnar koma líka af sjálfu sér, mamma," sagði hérinn litli. „Og svo verð ég að brjóta þær til mergtar, skilur ^ því að annars kemur þeim svo illa saman í kollinum mínat11’ ég fæ hræðilegan höfuðverk!" „Já, einmitt það,“ sagði móðirin. Hún leit á litla angann sl ^ hristi höfuðið og sagði: „Þú ert í meira lagi skrítinn, skin litla!" Og svo hélt hún áfram að borða. (ast „Heyrðu, mamma," sagði hérinn litli, — hann vildi ekki 9e UPP- ■ *iar að „O, hvað þú malar mikið! Hvað er það nú, sem þú segja?" mælti móðirin. ?„ „En gætirðu ekki reynt að hugsa aðeins einu sinni, marn.rnatljg sagði hérinn litli í bænarrómi. „Mig langaði bara til að spýria að dálitlu." s „Jæja, ég verð þá líklega að reyna það,“ svaraði móðir og virtist fjarska hugsandi. „Hvað er það þá?“ * „Er það alveg áreiðanlegt, mamma, að þú vitir ekki, hver P er, sem gefur okkur nýjan vetrarbúning?" spurði hérinn l'tli- Móðir hans hugsaði sig lengi um. Loksins svaraði hún- g „Jú, nú man ég það. Ég heyrði einhvern tíma sagt frá Pvl' það væri andi, sem býr hátt, hátt uppi í himninum, ein,lV „ staðar nærri þeim stað, þaðan sem regnið og snjórinn kern „Hefur þú séð hann, mamma?" spurði hérinn litli. „ „Nei, nei, enginn getur séð hann, en hann getur séð °kku’. svaraði móðir hans. „En nú máttu til með að hætta þessu ^ höfóð' því að nú get ég ekki hugsað meira, — annars fas eg 11 verk líka.“ *: „Já, mamma, nú skaltu bara halda áfram að borða, hérinn litli. Svo faldi hann sig á bak við mosavaxinn stein, ttist og se' á afturfæturna, hélt framfótunum sínum litlu fallega sanrian bað þessa bæn: „Þú mikli andi á himni há, sem horfir mína kápu á, ó, góði, send mér sælu þá, að sé hún ætíð brún og grá.“ „Nei, hlustið bara á,“ sögðu englarnir, sem sáu um Þ3®' , dýrin skiptu um lit. „Heyrið þið, hvað hérinn litli i Sólvangi se®gs Hann skilur áreiðanlega ekki, hvilik blessun þessi ráðstöfun 9 er fyrir hann.“ engi" „Á ég að segja ykkur, hvað við skulum gera," sagði lífii, e fjarska glettnislega. „Við skulum ekki gefa honum neinn v „ búning, heldur láta hann vera í gráa búningnum, sem hann á n 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.