Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 11

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 11
Það var einu sinni i miklu óveðri," og nú Ijómaði karl- ir>n allur, þegar hann sagði frá, ,,að ég var á ferð á fáfar- 'hni leið langt frá allri byggð. Þá heyrði ég snökt úti við veginn og sá fáklædda stúlku hjúfra sig upp að tré. Hún var svo lítil og veikburða, að ég tók hana upp í arma niína og bar hana heim til hennar." Þegar karlinn sagði frá Þessu, var svipur hans fullur blíðu og umhyggju, og hann hélt áfram: ..Einu sinni var trölikarl, stór og ferlegur, sem rænt hafði 'itilli stúlku og tekið hana með sér i helli einn dimman og stóran. Litla stúlkan var ósköp hrædd og grét og kallaði é mömmu sina, en ég læddist í humátt á eftir þeim, breytti sjálfum mér í litla flugu og smaug inn um smásmugu á hellinum. Þegar tröllkarlinn var sofnaður og hraut svo hátt, að undir tók í hellinum, læddist ég til litlu stúlkunnar, þar sem hún sat í hnipri í einu skoti hellisins, tók prikið mitt, sem var nú eins og lítið strá, og breytti litlu stúlkunni í fallegt marglitt fiðrildi. Siðan flugum við bæði út um smug- una, og þeg'ar við vorum komin alla leið heim að bæ Ktlu stúlkunnar, breytti ég henni í fallega smátelpu eins °9 hún áður var, og hljóp hún þá inn í bæ til mömmu sinnar og sagði henni alla söguna, en mamma hennar sagði, að hana hefði verið að dreyma." Karlinn hló og lék á als oddi og Ijómaði allur af frásagn- argleði, og börnin stóðu á öndinni af spenningi, þegar hann sagði frá. ..Dag nokkurn um sumartíma sat ég og naut veðurblíð- ennar úti í náttúrunni. Það var grösugt og mikið af fallegum blómum og jurtum, sem spruttu allt í kringum mig, og mér Isið ósköp vel. Ég held, að ég hafi aðeins blundað, en þá heyrðl ég ámátlegt hljóð úr nokkrum fjarska, þar sem hátt snarbratt klettabelti gnæfði. Ég spratt upp og hljóp þangað, 9ekk fram á grösuga snös og leit niður. Sá ég þá, að niðri í djúpu gili var ungur hreinkálfur, sem mændi upp til niín. Ég tók prikið mitt og breytti honum í fallegan spör- fugl, er þaut upp milli brattra klettaveggjanna, alla leið uPp á klettabrúnina til mín. Þá breytti ég honum aftur í unga hreinkálfinn, og hljóp hann nú um græna balana fagnandi yfir frelsinu." Karlinn var fullur af lífsgleði og kátínu, og börnin hlógu °g gerðu að gamni sínu, og einn drengjanna strauk meira að segja prikið. Karlinn sagði nú: „Jæja, börnin min, nú er degi tekið að halla og fólkið heima fer nú ef til vill að undrast um ykkur, og er því bezt að þið farið að halda heim.“ ,,Já, já,“ sögðu börnin einum rómi. ,,Ég er að hugsa um að ganga með ykkur áleiðis." Börnin leiddust hönd í hönd, og karlinn leiddi drenginn, sem næstur honum stóð, og allur krakkaskarinn hélt nú af stað upp hólinn, þar sem vegurinn lá heim í þorpið þeirra. Þau hlógu og skemmu sér hið bezta á leiðinni heim, en glaðastur allra var karlinn. Þegar þau voru komin efst upp á hólinn, kvaddi karlinn börnin, og þau héldu glöð og brosandi heim til sín. Þau höfðu aldrei lifað svona skemmtilegan dag. Þá litu þau öll til baka til karlsins, sem enn stóð kyrr og fylgdist með þeim. Einn drengjanna kallaði þá til hans: „Fáum við að hitta þig aftur inni í skóginum?" „Já, já,“ hrópaði karlinn, ,,já, já,“ og hann hló. Öll börn- in veifuðu til hans og héldu heim á leið. Þau voru næstum komin heim, þegar yngsta barnið sagði: „En hvernig gat hann gert allt þetta með prikinu sínu?“ Börnin litu nú hvert á annað og áttuðu sig loks á því, að þetta var þá sjálfur galdrakarlinn, en þau myndu aldrei verða hrædd framar, þegar þau heyrðu hann nefnd- an — því að þau vissu nú, að hann var svo góður. Jóhanna Brynjólfsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.