Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 20

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 20
Pegar ég les nú fyrlr ykkur þa3 orð 1 Blblíunni, sem ég aetla að tala um við ykkur í dag, þá er ég hrædd- ur um, að ykkur finnist, að ég hefði nú getað fundið eltthvert annað orð, sem auðveldara hefði verið að skilja. En orðið er á þessa leið: „Lífið er mér Krlstur." Já, ég verð að viðurkenna, að þetta orð á betur við fyrir fullorðið fólk, og þess vegna hugleiddi ég lengi, hvort ég ætti ekki að finna eitthvert annað orð handa ykkur, því að það eru svo mörg góð orð ( Biblíunni. En nú skal ég segja ykkur, hvernig fór. Ég tók að blaða I Biblíunni minni, en það var eins og ég fengl ekki að festa hugann við neitt annað. Alltaf kom sama orðið upp í hug mér, og ég ályktaði sem svo: Það hlýtur þá að vera, að frelsarinn vilji, að ég gefi börnun- um þetta I dag. Og þá vitið þið auðvitað, að mér ber að hlýða því, eða er það ekki? Það gæti líka verið ágætt fyrlr ykkur að reyna elnu sinni að skilja slíkan fullorðins-rltnlngarstað, sem við gætum kailað svo. Ef til vill er þetta ekkl eins torskilið og við kynnum að halda. Nú skulum við reyna. „Lífið er mér Kristur." Það var Páll postull, sem skrifaðl þetta I bréfl sínu til safnaðarins I Filippíborg. Við hvað átti hann svo með þessum orðum? Ég ætla að byrja á þvl að segja ykkur frá atviki, sem kom fyrir mig I kirkjugarðinum i Stafangri. Það gæti ef til vill orðið okkur til hjálpar. Ég var nýbúinn að jarðsyngja gamlan mann, hafði kvatt likfylgdlna og var á leiðinni heim. Rétt við gangveginn, sem leið min lá um, var lítil barnsgröf. E9 nam staðar, því að á leiðinu sat ung kona og grét sáran. Við hlið hennar stóð ungur maður, og var hann mjög sorg- bitinn. Ég heilsaði þeim. Konan leit upp, öll grátbólgin, og sagði- „Æ, prestur minn, ég get ekki lýst því, hvað ég er óþam- ingjusöm. i gær urðum við að jarða einkabarnið okkar, og nú hvílir hún hér.“ „Já, en hér liður henni vel, kona góð,“ sagði ég. „Hun er hér i reit, sem er Guði helgaður. Hún er á valdi Jesú. Ég reyndi að hugga konuna. „Já, já, ég veit það, prestur, en það er eitthvað svo tómlegt helma hjá okkur. Hún var sólskinið okkar, og nu er hún horfin. Æ, mér finnst ég getl ekki lifað iengur, sagði hún grátandi. „Hún Rut litla var okkur lífið." Heyrðuð þið það? Og þið skiljið, hvað hún átti við? Að missa Rut var eins og að missa lífið. Reyndar verð ég að bæta þvi við, að þetta var ekki eins alvarlegt og ætla mætti. Því að árið eftir hittl ég ÞaU aftur við sömu gröfina. Þá voru þau komin til þess að leggJ3 blómsveig á leiði Rutar. Þegar konan sá mlg, sagði hún: „Ó, prestur mlnn, ég er svo glöð. Guð hefur gefið okkur aðra Rut!“ Hún Ijómaði beinlínis af gleði. Nú var þessi Rut orðin þeim liflð. „Lífið er mér Kristur" Það er margt, sem getur verið okkur lífið á þennan hátt. Ég ætla að nefna annað dæmi. Dag nokkurn var ég með fermlngarbörn til spurnlnga. Þá vantaði einn drenglnn. Ég hugsaði með mér, að ef til vill væri hann iasinn, og þess vegna fór ég heim til hans. Ég hittl hann ekki, en ég hitti móður hans. Ég spurði, hvort Ólafur værl ekki heima, og sagðl henni, hvers vegna ég væri kominn. Þá sló hún saman höndum og mælti: „Æ, hvað er að heyra þetta, hefur hann nú líka gleymt prestin- um? Ég held bara, að þessi knattspyrna sé að gera hann ruglaðan. Hann gleymir öllu, bæði lærdómnum og matnum- Og að hann skyldi svo í þokkabót gleyma prestinum! E9 skil þetta ekki, en það er eins og þessi knattspyrna sé honum allt lifið, það eina, sem hann hugsar um og hefur löngun tll!“ 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.