Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 40

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 40
Hve margar eru Genfarsamþykktirnar, og hver er tilgangur þeirra? Þær eru orðnar 5, sú fyrsta frá 22. ágúst 1864. Tilgangur þeirra er að veita særðum hermönnum á vígvöll- um vernd, skipreika mönnum, stríðs- föngum og almennum borgurum, allt í sambandi við styrjaldir. Hve mörg lönd hafa staðfest Genfar- samþykktirnar? 128 lönd, þeirra á meðal Island. VITIÐ ÞIÐ: að fyrir tekjurnar af sölu flóttamanna- plötunnar hér á landi var hægt að gera sjúkraskýli fyrir flóttafólk í Senegal í Afriku. Rauði krossinn Spurningar og svör Hver á hugmyndina að Rauða krossin- um? Henri Dunant, sem fæddur var 1828 og dáinn 1910. Hvar var Henri Dunant fæddur? Hann fæddist í Genf í Sviss. Fæðing- ardagur hans var 8. maí, sem nú er Alþjóðadagur Rauða krossins. Hvar og hvers vegna fékk hann hug- myndina? Þegar hann sá neyð hinna særðu eftir orustuna við Solferino á Norður- ítaliu 24. júní 1859. Hvað gerði Henrl Dunant þá? Hann hóf þegar hjálparstörf og fékk til hjálpar borgara í nágrannabænum Castiglione og ferðafólk, sem þar var statt. Hver er frægasta bókin, sem hann hef- ur skrifað? Minningar frá Solferino, kom út 1862. Hverjar voru tillögur hans? Að stofna félag til verndar særðum og setja um það alþjóðlegar reglur. Auk hugmyndarinnar um Rauða kross- inn fékk Henri Dunant fleiri hugmyndir. Hverjar voru þær, sem komizt hafa í framkvæmd? Bandalag þjóða heims Alþjóðadómstóll Bætt öryggi á vinnustöðum Læknishjálp fyrir striðsfanga Kristilegt félag ungra manna (KFUM), sem stofnað var 1855. Hvaða verðlaun fékk Henri Dunant? Fyrstu friðarverðlaun Nóbels, sem veitt voru 1901. Hvernig var hugmyndum Dunants hrund- ið i framkvæmd? Það gerði fimm manna nefnd, sem kvaddi til fundar fulltrúa frá 16 þjóð- um til að setja grundvallarreglurnar um starf Rauða krossins. Hvar og hvenær var svo Rauði kross- inn stofnaður? Á fyrsta alþjóðafundi Rauða krossins, sem haldinn var í Genf 28.—29. okt- óber 1863. Hver var fyrsta samþykkt alþjóðafund- arins? Að stofna nefndir til að hjúkra sjúk- um og særðum og að stofna til kennslu fyrir sjálfboðaliða í hjálpar- störfum. Hvenær reyndi fyrst á þjónustu Rauða krossins? í stríði Austurríkismanna og Prússa við Dani árið 1864. Hvaða merki veitir vernd hjálparliði og særðum í stríði? Rauður kross á hvítum grunni. í sum- um löndum rauður hálfmáni á hvítum grunni. — Merkið veitir vernd án til- lits til stjórnmála eða trúarbragða. Hvers vegna var merki valið, sem er svo likt svissneska fánanum? Hann er hvítur kross á rauðum grunni. Til heiðurs Sviss, vöggu Rauða kross hreyfingarinnar. Styðjið Rauða krossinn Sendið fjárframlög Gerizt félagar. /------------------------ TVÖ GÓÐ RÁÐ Hafi maður verið svo óhepp- inn að brjóta hjá sér rúðu, get- ur maður hjálpað upp á sak- irnar til bráðabirgða, ef hún hefur ekki farið alveg í sundur, með því að fara að eins og sýnt er á myndinni. Maður setur hnapp sinn hvorum veginn rúð- unnar og festir þá saman með vír og snýr endana saman. Rúðubrotin haldast þá saman um samskeytin lengi vel, þang- að til hægt er að ná í aðra rúðu. Ef þú þarft að reka nagla ein- hvers staðar þar, sem þú get- ur ekki komizt að því að halda honum með fingrunum meðan hann er að festast, geturðu fest naglann í klaufina á hamri eins og sýnt er á myndinni og rekið hann í fyrsta höggi svo langt að hann festist. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.