Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Síða 40

Æskan - 01.07.1971, Síða 40
Hve margar eru Genfarsamþykktirnar, og hver er tilgangur þeirra? Þær eru orðnar 5, sú fyrsta frá 22. ágúst 1864. Tilgangur þeirra er að veita særðum hermönnum á vígvöll- um vernd, skipreika mönnum, stríðs- föngum og almennum borgurum, allt í sambandi við styrjaldir. Hve mörg lönd hafa staðfest Genfar- samþykktirnar? 128 lönd, þeirra á meðal Island. VITIÐ ÞIÐ: að fyrir tekjurnar af sölu flóttamanna- plötunnar hér á landi var hægt að gera sjúkraskýli fyrir flóttafólk í Senegal í Afriku. Rauði krossinn Spurningar og svör Hver á hugmyndina að Rauða krossin- um? Henri Dunant, sem fæddur var 1828 og dáinn 1910. Hvar var Henri Dunant fæddur? Hann fæddist í Genf í Sviss. Fæðing- ardagur hans var 8. maí, sem nú er Alþjóðadagur Rauða krossins. Hvar og hvers vegna fékk hann hug- myndina? Þegar hann sá neyð hinna særðu eftir orustuna við Solferino á Norður- ítaliu 24. júní 1859. Hvað gerði Henrl Dunant þá? Hann hóf þegar hjálparstörf og fékk til hjálpar borgara í nágrannabænum Castiglione og ferðafólk, sem þar var statt. Hver er frægasta bókin, sem hann hef- ur skrifað? Minningar frá Solferino, kom út 1862. Hverjar voru tillögur hans? Að stofna félag til verndar særðum og setja um það alþjóðlegar reglur. Auk hugmyndarinnar um Rauða kross- inn fékk Henri Dunant fleiri hugmyndir. Hverjar voru þær, sem komizt hafa í framkvæmd? Bandalag þjóða heims Alþjóðadómstóll Bætt öryggi á vinnustöðum Læknishjálp fyrir striðsfanga Kristilegt félag ungra manna (KFUM), sem stofnað var 1855. Hvaða verðlaun fékk Henri Dunant? Fyrstu friðarverðlaun Nóbels, sem veitt voru 1901. Hvernig var hugmyndum Dunants hrund- ið i framkvæmd? Það gerði fimm manna nefnd, sem kvaddi til fundar fulltrúa frá 16 þjóð- um til að setja grundvallarreglurnar um starf Rauða krossins. Hvar og hvenær var svo Rauði kross- inn stofnaður? Á fyrsta alþjóðafundi Rauða krossins, sem haldinn var í Genf 28.—29. okt- óber 1863. Hver var fyrsta samþykkt alþjóðafund- arins? Að stofna nefndir til að hjúkra sjúk- um og særðum og að stofna til kennslu fyrir sjálfboðaliða í hjálpar- störfum. Hvenær reyndi fyrst á þjónustu Rauða krossins? í stríði Austurríkismanna og Prússa við Dani árið 1864. Hvaða merki veitir vernd hjálparliði og særðum í stríði? Rauður kross á hvítum grunni. í sum- um löndum rauður hálfmáni á hvítum grunni. — Merkið veitir vernd án til- lits til stjórnmála eða trúarbragða. Hvers vegna var merki valið, sem er svo likt svissneska fánanum? Hann er hvítur kross á rauðum grunni. Til heiðurs Sviss, vöggu Rauða kross hreyfingarinnar. Styðjið Rauða krossinn Sendið fjárframlög Gerizt félagar. /------------------------ TVÖ GÓÐ RÁÐ Hafi maður verið svo óhepp- inn að brjóta hjá sér rúðu, get- ur maður hjálpað upp á sak- irnar til bráðabirgða, ef hún hefur ekki farið alveg í sundur, með því að fara að eins og sýnt er á myndinni. Maður setur hnapp sinn hvorum veginn rúð- unnar og festir þá saman með vír og snýr endana saman. Rúðubrotin haldast þá saman um samskeytin lengi vel, þang- að til hægt er að ná í aðra rúðu. Ef þú þarft að reka nagla ein- hvers staðar þar, sem þú get- ur ekki komizt að því að halda honum með fingrunum meðan hann er að festast, geturðu fest naglann í klaufina á hamri eins og sýnt er á myndinni og rekið hann í fyrsta höggi svo langt að hann festist. 40

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.