Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 56

Æskan - 01.07.1971, Blaðsíða 56
 Nokkur bréf liafa borizt með fyrirspurn- um um Sidney Poitier, og það er ekki und- arlegt, þar sem bann hefur sézt bér i tveimur góðum myndum undanfarið: To Sir with Love og In the Heat of the Night (f næturhitanum) og hefur auk þess oft sézt hér áður. Hann ólst upp á Bahamaeyjum, aðal- skemmtistað milljónamæringa heims, þar sem sagt er að séu fleiri milljónamæringar á hvern ferkílómetra en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. En Poitier ólst upp á smá- eyjunni Cat Island (Kattareyju) um 160 km frá Nassau og vissi lítið af öllum millj- ónunum. Par er fátæktin einvöld, þar eru jafnmargir bílar og skólar — sem sagt ekki einn einasti bíll — ekkert rafmagn og ekki rennandi vatn í neinu húsi. En raunar sá Sidney Poitier fyrst dagsins Ijós í Miami í Bandaríkjunum 20. febrúar 1927. Foreldrar hans, Beginald og Evelyn Poiti- er, liöfðu farið á seglbáti yfir til Banda- rikjanna til þess að selja tómatauppskeru sína, en heimferðin var talin of hættuleg fyrir móður lians, þar sem hún var að því komin að ala barn, og þau dokuðu við, þapgað til Sidney var í heiminn kominn yngstur átta systkina. Þannig varð hann óvart bandarískur ríkisborgari. Það skipti litlu þá, en kom sér vel siðar meir. Fátækt fjölskyldunnar var mikil, en þó kastaði fyrst tólfunuin, þegar Sidney var ellefu ára og fjölskyldan flutti til Nassau, stærstu borgar eyjanna. Aldrei var nógur matur til, þótt börnin lijálpuðu til eftir mætti, faðir hans varð lieilsulaus, samankýttur af gigt og liðagigt, og hungrið varð óhjákvæmileg dagleg staðreynd. Er Sidney var fimmtán ára, sendi eldri bróðir hans honum pen- inga frá Miami í Bandaríkjunum og sagði honum að koma. Fimmtán ára kom því Sidney aftur til fæðingarstaðar sins. En þar tók annað vandamál við, sem liann hafði aldrei kynnzt áður: Kynþáttamisrétt- ið. Það varð lionum mikið áfall, hann hafði ckki áður gert sér grein fyrir því, að til væri fólk, sem mæti blökkumenn ekki sem fuilgildar manneskjur. Eitt sinn var liann sendur með pakka langa leið, og á bakaleiðinni veifaði liann bíl til þess að spara sér sporin til baka, lögreglubil með sex lögreglumönnum i. Hann vissi ekki, live ógætilegt það var. „Þeir skemmtu sér vel,“ sagði hann seinna. „Þeir settu skamm- byssuhlaup við ennið á mér, léku sér við gikkinn og sögðu: — Hvar eigum við að skjóta surt, í hægra eða vinstra augað? Og svo spjölluðu þeir góða stund sín á milli um veðrið — en alltaf iiéidu þeir byssuhlaupinu við ennið á mér.“ Loks slepptu lieir honum út úr bilnum, en fylgdu lionum eftir i hálftima og hæddu hann. Svipaðir atburðir komu oftar fyrir, hann lenti í lífshættu livað eftir annað vegna Sidney Poitier þess að liann var ekki nógu auðmjúkur, og loks gafst hann upp og liélt til Norður- ríkjanna. Til New York komst hann 18 ára gam- all með 1% dollar í vasanum og litla ferðatösku, sem reyndar var stolið af hon- um strax á járnbrautarstööinni. Fyrstu vikurnar svaf liann á almenningssalernum, það kostaði liann ekki nema tíu sent að komast inn í þau. Hann fékk sér fljótlega vinnu og vann ýmsa verkamannavinnu, unz hann gekk i herinn.Ekki farnaðist lion- um vel þar. Framburður lians á ensku þótt sprenghlægilegur, þvi Vestur-Indía- enska hans var töluvert frábrugðin þvi máli, sem talað var i kringum hann. Einnig gekk lionum illa að beygja sig undir ag- ann og taka hryssingslegum fyrirskipun- um, og eftir rúmt ár fékk liann lausn úr herþjónustu. Loks vildi svo til, að hann sá auglýsingu frá Ameriska Negraleikhúsinu, sem óskaði eftir leikurum. Hann fór þangað, ]iótt hann kynni ekkert fyrir sér. Hann var prófaður og síðan sagt kurteislega, að hann gæti aldrei orðið leikari. Bæði var hann stirð- læs (hann liafði aðeins verið 1% vctur í skóla) og talaði ekki almennilega ensku. En Sidney gafst ekki upp. Hann setti sér að losna við Vestur-India-hreiminn og tókst það með geysilegri vinnu, og síðan innritaðist hann í leikskóla Ameríska Negraleikhússins (Einn skólabræðra hans var söngvarinn Harry Belafonte). Þar fékk hann nokkur smáhlutverk, sein honuni vai hrósað fyrir, og loks lék hann í kvikmynd árið 1950, No Way Out, ásamt Bichard Widmark. Myndin þótti ekki merkileg, en tekið var eftir Sidney. Þegar myndin var sýnd í Nassau, var móður hans boðið að sjá hana. Þetta var í annað sinn á ævinni, sem gamla konan sá kvikmynd. í iok mvnd- arinnar ræðst Widmark vopnaður bvssu á Sidney. Þegar mamma hans sá þetta, lifði hún sig svo inn i efnið, að hún reis á fætur i salnum og æpti: „Lemdu hann, drengur, lemdu hann!“ 1952 lék hann HtH* hlutverk i myndinni Grát, ástkæra fóstur- mold, sem sýnd var ekki alls fyrir löngu í sjónvarpinu hér. Eiin fékk hann lítiö a® gera og vann ailtaf önnur störf H niiH'- En svo mikið var honum í mun að leika ekki i myndum, sem gerðu lítið úr ’blökku- mönnum, að hann neitaði á þessum árum hlutverkum í slíkum myndum, ])ótt hann hefði varla til hnifs og skeiðar. Árið 1951 gekk Sidney að eiga vinstúlku sína, sem Juanita Hardy heitir. Þau eign- uðust fjórar dætur: Beverly, fædd lðá?, Pamela, fædd 1954, Sherry, fædd 1957 Gina, fædd 1962. Svo skemmtilega vildi til, að tvær þeirra eru fæddar 4. júli, á ])j°®j liátíðardegi Bandaríkjanna. Árið skildu þau hjónin, og var það ekki sárs- aukalaust fyrir þau, en Sidney og söng- konan Diahann Carroll höfðu laðazt injög hvort að öðru undanfarandi ár, þótt ekk> hafi ])au gengið í hjónaband enn. Lilies of the Field (Liljur vallarins) va1 gerð 1963 og kostaði aðeins 247 þúsundir dollara, sem eru smámunir miðað við venjulegar kvikmyndir. En myndin var óvenjuleg fyrir Sidney að öðru 1 evti- 1 fyrsta sinn fékk hann ekkert fast kaup en átti að fá ágóðahlut af hagnaði, ef ein' hver yrði; i öðru lagi iék hann hlutverk, sem ekki var skrifað sérstakléga fynr blökkumann, og í þriðja lagi lék enginn þekktur leikari i myndinni nema Sidncj • Þetta var sem sé tilraun til þess að sja, hvort liann gæti „borið“ myndina á eig111 herðum, án þess að þekkt nöfn önnu1 drægju áhorfendur að henni. Enginn, ekk1 einu sinni Sidney, átti von á því að mynd- in gerði meira en skiia sæmilegum hagn' aði, en það fór á annan veg. Jafnt gag11' rýnendur sem aðrir áhorfendur kepptu®* um að lofa myndina og leik hans, og lil!’ fékk Sidney Óskarsverðlaunin fyrir hluf verkið. .4 eftir fylgdu mjög vinsælar mynd- ir, t. d. In the Heat of the Night (í nfftur- hitanum), To Sir with Love og Guess "h° * Coming to Dinner? (Hver heldurðu a' komi í matinn?), sem tryggðu enn betu' stöðu hans, og nú er svo komið, að ara grúi kvikmyndahúsa i Bandaríkjunum 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.